Fundurinn fer fram í Bretlandi og stendur yfir þar til annað kvöld. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Bandaríkin hafa sakað kínversk stjórnvöld um mannréttindabrot í Xinjiang héraðinu í Kína. Þaðan hafa borist fregnir um að Úígúrum, og öðrum minnihlutahópum, sé smalað í þrælkunarbúðir þar sem ástandið er hræðilegt og að konur séu látnar undirgangast ófrjósemisaðgerðir.
Kína hefur farið stórum í uppbyggingu í þróunarríkjum. Yfirvöld í Peking hafa varið milljörðum dollara í uppbyggingu um allan heim og segja gagnrýnendur að verkefni Kína, Belt-and-Road, hafi stórskuldsett fátækari þjóðir og þær geti ekki greitt skuldirnar.
Leiðtogar G7 munu einnig skrifa undir einhvers konar sáttmála um að stöðva mögulega heimsfaraldra í framtíðinni. Meðal þess sem í því felst er áætlun um að stytta tímann sem það tekur að þróa bóluefni og meðferðir fyrir Covid-19. Markmiðið er að hægt verði að þróa slík úrræði á undir 100 dögum.