Erfiðari gönguleiðin opin í dag Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júní 2021 11:54 Fólki er bent á að auðveldara sé að ganga inn í Nátthaga, þar sem hraunið streymir niður í dalinn. Vísir/Vilhelm Önnur gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum verður opin almenningi í dag, en þær voru báðar lokaðar í gær eftir að hraun tók að streyma yfir aðra þeirra. Leiðin er lengri og talsvert erfiðari yfirferðar, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Svokölluðum gönguleiðum A og B upp að gosstöðvunum í Geldingadölum var lokað í gær eftir að hraun rann yfir hluta gönguleiðar A. Verið er að leggja nýja gönguleið að gosstöðvunum en þangað til verður leið B opin almenningi. „Við munum loka fyrir streymi fólks að gönguleið A, þar sem við teljum hugsanlega geta komið hraunstreymi þar niður. Gönguleið B, þó hún sé torfarnari og aðeins lengri, þá er hún stikuð frá því í vor. Á versta kaflanum er enn kaðall til handstyrkingar fyrir fólk sem fer þar en samt verð ég segja að gönguleið B er meira fyrir vant göngufólk,” segir Gunnar. Leið B sé bæði lengri og hækkunin meiri. „Hún er erfiðari og við sáum það í vor, reyndar í vetraraðstæðum, að fólk átti erfiðara með þetta. Það áttu sér stað óhöpp, gönguhnjask og fólk var að snúa sig og detta og þar fram eftir götunum.” Það sé hins vegar ekki síðra sjónarspil að fylgjast með hrauntaumnum renna niður í Nátthaga, þangað sem auðveldara er að ganga. „Fyrir þá sem treysta sér ekki í svona göngu en vilja komast að gosstöðvunum er hægt að benda á að það er töluverð upplifun að ganga inn í Nátthaga, þars em hraunið streymir niður í dalinn,” segir Gunnar. Frekari ákvarðanir verði teknar dag frá degi. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Svokölluðum gönguleiðum A og B upp að gosstöðvunum í Geldingadölum var lokað í gær eftir að hraun rann yfir hluta gönguleiðar A. Verið er að leggja nýja gönguleið að gosstöðvunum en þangað til verður leið B opin almenningi. „Við munum loka fyrir streymi fólks að gönguleið A, þar sem við teljum hugsanlega geta komið hraunstreymi þar niður. Gönguleið B, þó hún sé torfarnari og aðeins lengri, þá er hún stikuð frá því í vor. Á versta kaflanum er enn kaðall til handstyrkingar fyrir fólk sem fer þar en samt verð ég segja að gönguleið B er meira fyrir vant göngufólk,” segir Gunnar. Leið B sé bæði lengri og hækkunin meiri. „Hún er erfiðari og við sáum það í vor, reyndar í vetraraðstæðum, að fólk átti erfiðara með þetta. Það áttu sér stað óhöpp, gönguhnjask og fólk var að snúa sig og detta og þar fram eftir götunum.” Það sé hins vegar ekki síðra sjónarspil að fylgjast með hrauntaumnum renna niður í Nátthaga, þangað sem auðveldara er að ganga. „Fyrir þá sem treysta sér ekki í svona göngu en vilja komast að gosstöðvunum er hægt að benda á að það er töluverð upplifun að ganga inn í Nátthaga, þars em hraunið streymir niður í dalinn,” segir Gunnar. Frekari ákvarðanir verði teknar dag frá degi.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira