Fögnuðu fyrstu útskriftinni með oddaflugi yfir eldgosið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2021 20:01 Flugvélunum var flogið í oddaflugi yfir gosstöðvarnar. Þráinn Kolbeinsson Fyrsta svokallaða oddaflugið yfir eldgosið í Geldingadölum var farið í gærkvöld, þegar flugkennarar Flugakademíu Íslands fylktu liði frá Reykjavíkurflugvelli. Rúmlega þrjátíu manns útskrifuðust frá skólanum í vikunni. Þrátt fyrir hálf hráslagalegt veður undanfarna daga lét sólin loks sjá sig þegar flugkennarar í nýsameinuðum Flugakademíu Íslands hittust á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöld til að fagna fyrstu útskrift úr nýsameinuðum skóla við Flugskóla Íslands. „Þetta voru 32 sem útskrifuðust 11. júní síðastliðinn. Það er talsverð fækkun síðan í fyrra, þá voru 84 sem útskrifuðust og árið 2020 var erfitt flugkennslu. Hún var bönnuð stóran hluta ársins og við gátum ekki flogið og kennt, það hafði sitt að segja,“ segir Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Eldgosið virðist hins vegar vakið áhuga á flugnámi, bæði hérlendis og erlendis og Kári er bjartsýnn á að hægt verði að útskrifa stærri hóp að þremur árum liðnum. Áfanganum var fagnað með svokölluðu oddaflugi, þegar sex vélum var flogið í tígli frá Reykjavík til Keflavíkur og þaðan að gosstöðvunum í Geldingadölum. Kári og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, fóru í broddi fylkingar eftir að hafa skipulagt flugferðina í þaula. Og það borgaði sig svo sannarlega því útsýnið var stórbrotið. Vísir/Egill Aðalsteinsson „Mér finnst frábært að fljúga yfir gosið,“ segir Kári. „Það er kannski ekki gaman að fljúga beint yfir það því þá hristist maður allur og skelfur út af hitauppstreymi en í kringum það er alveg frábært. Eins og að horfa ofan í helvíti,“ segir hann. Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, tekur undir og bætir við að enginn annar hafi flogið í fylkingaflugi yfir eldgosið. „Ekki svo ég viti til. En það er skemmtilegt að gera eitthvað nýtt,“ segir Davíð. Hann segir að skipulagning skipti miklu máli í samflugi en að hún sé þó ekkert sérstaklega flókin í framkvæmd. „Áhafnir í hverri einustu vél þurfa bara að tala sig vel saman, hvar hver á að vera og um undankomuleiðir ef á þyrfti að halda.“ Flugmennirnir í vélunum sex voru allir sammála um að flugið hafi verði stórkostlegt. „Þetta var mjög skemmtilegt. Maður verður eins og lítill strákur svolítið,“ segir hann. Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Þrátt fyrir hálf hráslagalegt veður undanfarna daga lét sólin loks sjá sig þegar flugkennarar í nýsameinuðum Flugakademíu Íslands hittust á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöld til að fagna fyrstu útskrift úr nýsameinuðum skóla við Flugskóla Íslands. „Þetta voru 32 sem útskrifuðust 11. júní síðastliðinn. Það er talsverð fækkun síðan í fyrra, þá voru 84 sem útskrifuðust og árið 2020 var erfitt flugkennslu. Hún var bönnuð stóran hluta ársins og við gátum ekki flogið og kennt, það hafði sitt að segja,“ segir Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Eldgosið virðist hins vegar vakið áhuga á flugnámi, bæði hérlendis og erlendis og Kári er bjartsýnn á að hægt verði að útskrifa stærri hóp að þremur árum liðnum. Áfanganum var fagnað með svokölluðu oddaflugi, þegar sex vélum var flogið í tígli frá Reykjavík til Keflavíkur og þaðan að gosstöðvunum í Geldingadölum. Kári og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, fóru í broddi fylkingar eftir að hafa skipulagt flugferðina í þaula. Og það borgaði sig svo sannarlega því útsýnið var stórbrotið. Vísir/Egill Aðalsteinsson „Mér finnst frábært að fljúga yfir gosið,“ segir Kári. „Það er kannski ekki gaman að fljúga beint yfir það því þá hristist maður allur og skelfur út af hitauppstreymi en í kringum það er alveg frábært. Eins og að horfa ofan í helvíti,“ segir hann. Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, tekur undir og bætir við að enginn annar hafi flogið í fylkingaflugi yfir eldgosið. „Ekki svo ég viti til. En það er skemmtilegt að gera eitthvað nýtt,“ segir Davíð. Hann segir að skipulagning skipti miklu máli í samflugi en að hún sé þó ekkert sérstaklega flókin í framkvæmd. „Áhafnir í hverri einustu vél þurfa bara að tala sig vel saman, hvar hver á að vera og um undankomuleiðir ef á þyrfti að halda.“ Flugmennirnir í vélunum sex voru allir sammála um að flugið hafi verði stórkostlegt. „Þetta var mjög skemmtilegt. Maður verður eins og lítill strákur svolítið,“ segir hann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira