Æskuvinir láta drauminn rætast og opna veitingastaðinn Héðinn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. júní 2021 14:28 Viggó Vigfússon og Elías Guðmundsson, eigendur og æskuvinir. „Það má segja að æskudraumur okkar vinanna sé að verða að veruleika,“ segir veitingamaðurinn Elías Guðmundsson í samtali við Vísi. Veitingastaðurinn Héðinn opnaði með pomp og prakt í gær á Seljavegi 2. Húsnæðið var nýlega endurhannað og þessu stóra og sögufræga húsi breytt í hótel, veitingastað og bar. Stofnendur veitingastaðarins eru æskuvinirnir og veitingamennirnir Karl Viggó Vigfússon og Elías Guðmundsson, oftast kallaður Elli. Staðsetningin heillaði strax Við höfum verið að skoða alvarlega verkefni síðustu fjögur til fimm ár en það var ekkert sem small fyrr en þetta verkefni kom á borð til okkar. Við erum báðir með mikla reynslu og þekkjum flest rauðu flöggin. Staðsetningin heillaði okkur báða strax og það hefur allt flætt mjög vel í þessu verkefni. Er þetta í fyrsta skipti sem þið æskuvinirnir vinnið saman? „Nei, reyndar ekki. Við opnuðum saman bakarí fyrir mörgum árum síðan sem hét Kökugallerí. Það er bara svo langt síðan, eigum við ekki bara að segja að það hafi verið í gamla daga?“ segir Elli og hlær. Hönnunarfyrirtækið I AM LONDON sá um að breyta þessari fyrrum stálsmiðju í glæsilegt rými og mun staðurinn bætast við líflega flóru veitingastaða á Grandanum. Ber nafn stálsmiðjunnar Héðins Veitingastaðurinn mun bera nafn stálsmiðjunnar Héðins sem var áður til húsa á Seljavegi 2 en stálsmiðjan er í dag starfrækt í Hafnafirði. Okkur fannst ekki neitt annað nafn koma til greina en Héðinn vegna sögu hússins. Við hittum einn af eigendunum stálsmiðjunnar og bárum þetta undir hann og þeir voru bara uppi með sér. Stálsmiðjan verður hundrað ára á næsta ári og við erum meira að segja búnir að bóka afmælisveisluna hjá okkur. Viggó Vigfússon, eigandi Héðins og Erla Sylvía GuðjónsdóttirHéðinn Hvernig veitingastað getur fólk búist við? „Staðurinn verður opinn frá ellefu um morgun til miðnættis og er fyrirmyndin svolítið skandinavísk. Þetta er alþjóðlegur matseðill með megináherslu á gott hráefni. Einfaldur matur með smá krúsídúllum.“ segir Elli en til liðs við sig fengu þeir Sigurjón Braga Geirsson, landsliðskokk, matreiðslumann ársins 2019 og fyrrum landsliðsþjálfara kokkalandsliðsins til að skapa matseðilinn. En ásamt honum standa þeir Sindri Guðbrandur Sigurðsson landsliðskokkur og Arnar Ingi Kristenssen matreiðslumaður vaktina í eldúsinu. Sigurjón Bragason yfirkokkur og Flóra.Héðinn „Þetta er fínn veitingastaður en með svona casual fíling, þú munt ekkert sérstaklega þurfa að dressa þig upp til þess að koma,“ segir Elías og glottir. Matarstefnan segir Elías að heiti á ensku seasonal fusion og mun staðurinn reyna að notast sem mest við íslenskt hráefni. Við erum komnir í samband við gróðurhús í Reykholti þar sem við munum til dæmis fá tómata, papriku og chilli. Svo munum við gera okkar eigin jalapeñosultu á hamborgarana. Í ágúst mun svo bætast við kaffihús og svokallað micro-bakarí í rými sem er aðeins aðskilið veitingastaðnum og snýr út að Seljavegi. „Þetta verður mjög spennandi. Einfalt og gott bakkelsi með svona lúxus „þriðju bylgju“ kaffi. Við erum í viðræðum við erlent kaffifyrirtæki. Elenora Rós Georgesdóttir bakari og metsöluhöfundur verður yfirbakari og konditor staðarins.“ Staðnum stýrir framreiðslumeistarinn Stefán Ingi Guðmundsson en hann er Íslandsmeistari barþjóna 2015 og hefur hann 36 ára reynslu í bransanum. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, Stefán Ingi Guðmundsson, veitingastjóri Héðins og Hafsteinn IngibjörnssonHéðinn Veitingastaðir Bakarí Næturlíf Reykjavík Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið
Veitingastaðurinn Héðinn opnaði með pomp og prakt í gær á Seljavegi 2. Húsnæðið var nýlega endurhannað og þessu stóra og sögufræga húsi breytt í hótel, veitingastað og bar. Stofnendur veitingastaðarins eru æskuvinirnir og veitingamennirnir Karl Viggó Vigfússon og Elías Guðmundsson, oftast kallaður Elli. Staðsetningin heillaði strax Við höfum verið að skoða alvarlega verkefni síðustu fjögur til fimm ár en það var ekkert sem small fyrr en þetta verkefni kom á borð til okkar. Við erum báðir með mikla reynslu og þekkjum flest rauðu flöggin. Staðsetningin heillaði okkur báða strax og það hefur allt flætt mjög vel í þessu verkefni. Er þetta í fyrsta skipti sem þið æskuvinirnir vinnið saman? „Nei, reyndar ekki. Við opnuðum saman bakarí fyrir mörgum árum síðan sem hét Kökugallerí. Það er bara svo langt síðan, eigum við ekki bara að segja að það hafi verið í gamla daga?“ segir Elli og hlær. Hönnunarfyrirtækið I AM LONDON sá um að breyta þessari fyrrum stálsmiðju í glæsilegt rými og mun staðurinn bætast við líflega flóru veitingastaða á Grandanum. Ber nafn stálsmiðjunnar Héðins Veitingastaðurinn mun bera nafn stálsmiðjunnar Héðins sem var áður til húsa á Seljavegi 2 en stálsmiðjan er í dag starfrækt í Hafnafirði. Okkur fannst ekki neitt annað nafn koma til greina en Héðinn vegna sögu hússins. Við hittum einn af eigendunum stálsmiðjunnar og bárum þetta undir hann og þeir voru bara uppi með sér. Stálsmiðjan verður hundrað ára á næsta ári og við erum meira að segja búnir að bóka afmælisveisluna hjá okkur. Viggó Vigfússon, eigandi Héðins og Erla Sylvía GuðjónsdóttirHéðinn Hvernig veitingastað getur fólk búist við? „Staðurinn verður opinn frá ellefu um morgun til miðnættis og er fyrirmyndin svolítið skandinavísk. Þetta er alþjóðlegur matseðill með megináherslu á gott hráefni. Einfaldur matur með smá krúsídúllum.“ segir Elli en til liðs við sig fengu þeir Sigurjón Braga Geirsson, landsliðskokk, matreiðslumann ársins 2019 og fyrrum landsliðsþjálfara kokkalandsliðsins til að skapa matseðilinn. En ásamt honum standa þeir Sindri Guðbrandur Sigurðsson landsliðskokkur og Arnar Ingi Kristenssen matreiðslumaður vaktina í eldúsinu. Sigurjón Bragason yfirkokkur og Flóra.Héðinn „Þetta er fínn veitingastaður en með svona casual fíling, þú munt ekkert sérstaklega þurfa að dressa þig upp til þess að koma,“ segir Elías og glottir. Matarstefnan segir Elías að heiti á ensku seasonal fusion og mun staðurinn reyna að notast sem mest við íslenskt hráefni. Við erum komnir í samband við gróðurhús í Reykholti þar sem við munum til dæmis fá tómata, papriku og chilli. Svo munum við gera okkar eigin jalapeñosultu á hamborgarana. Í ágúst mun svo bætast við kaffihús og svokallað micro-bakarí í rými sem er aðeins aðskilið veitingastaðnum og snýr út að Seljavegi. „Þetta verður mjög spennandi. Einfalt og gott bakkelsi með svona lúxus „þriðju bylgju“ kaffi. Við erum í viðræðum við erlent kaffifyrirtæki. Elenora Rós Georgesdóttir bakari og metsöluhöfundur verður yfirbakari og konditor staðarins.“ Staðnum stýrir framreiðslumeistarinn Stefán Ingi Guðmundsson en hann er Íslandsmeistari barþjóna 2015 og hefur hann 36 ára reynslu í bransanum. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, Stefán Ingi Guðmundsson, veitingastjóri Héðins og Hafsteinn IngibjörnssonHéðinn
Veitingastaðir Bakarí Næturlíf Reykjavík Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið