Höfða mál á hendur klámrisa vegna myndbanda án samþykkis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 23:21 Inni á vefnum er að finna ógrynni kláms sem tæki mun meira en heila mannsævi að horfa á. Gabe Ginsberg/FilmMagic Á fjórða tug kvenna hafa höfðað hópmál gegn fyrirtækinu Mindgeek, sem á og rekur klámsíðuna Pornhub. Konurnar segja vefsíðuna hýsa myndbönd af þeim, sem var hlaðið upp án þeirra samþykkis. Málið er höfðað í Kaliforníuríki en í málsgögnum er Mindgeek sakað um að vera glæpafyrirtæki. Pornhub hefur gefið út yfirlýsingu þar sem öllum ásökunum er hafnað og þær sagðar „rangar, fáránlegar og óábyrgar.“ „Pornhub hefur enga þolinmæði fyrir ólöglegu efni og rannsakar allar kvartanir eða ásakanir er varða efni á okkar miðlum,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem segir að hvert einasta myndband sem hlaðið er upp á vefinn sé yfirfarið af manneskjum. BBC greinir þó frá því að Pornhub geri ekki kröfu um að aldur fólks sem birtist í myndböndum á síðunni sé kannaður, og þannig liggi ekki alltaf fyrir hvort um ólögráða einstaklinga sé að ræða í myndböndunum, og þar af leiðandi barnaklám. Þá liggi ekki fyrir hvort fólk í myndböndunum hafi yfir höfuð gefið samþykki fyrir því að myndböndunum yrði hlaðið upp á vefinn. Ein kvennanna sem höfða málið segist hafa verið 17 ára þegar kærasti hennar gekk á eftir henni um að gera myndband þar sem hún var nakin. Konan, sem kom ekki fram undir sínu rétta nafni í viðtalinu, segir að myndbandinu hafi í kjölfarið verið hlaðið upp á klámsíðuna án sinnar vitundar. Árið 2019 voru heimsóknir á síðuna 42 milljarðar talsins, og mátti þar finna 6,83 milljónir myndbanda, sem samanlagt tæki 169 ár að horfa á. Pornhub hefur ekki gefið upp hversu marga starfsmenn þeir eru með í vinnu hjá sér við að fara yfir efni sem hlaðið er upp á vefinn. Í desember á síðasta ári virtust niðurstöður rannsóknar á vegum New York Times þá sýna að á síðunni væri að finna fjöldann allan af myndböndum sem sýndu barnaníð og jafnvel nauðganir, en forsvarsmenn síðunnar höfnuðu þeim ásökunum jafnt sem öðrum. Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Málið er höfðað í Kaliforníuríki en í málsgögnum er Mindgeek sakað um að vera glæpafyrirtæki. Pornhub hefur gefið út yfirlýsingu þar sem öllum ásökunum er hafnað og þær sagðar „rangar, fáránlegar og óábyrgar.“ „Pornhub hefur enga þolinmæði fyrir ólöglegu efni og rannsakar allar kvartanir eða ásakanir er varða efni á okkar miðlum,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem segir að hvert einasta myndband sem hlaðið er upp á vefinn sé yfirfarið af manneskjum. BBC greinir þó frá því að Pornhub geri ekki kröfu um að aldur fólks sem birtist í myndböndum á síðunni sé kannaður, og þannig liggi ekki alltaf fyrir hvort um ólögráða einstaklinga sé að ræða í myndböndunum, og þar af leiðandi barnaklám. Þá liggi ekki fyrir hvort fólk í myndböndunum hafi yfir höfuð gefið samþykki fyrir því að myndböndunum yrði hlaðið upp á vefinn. Ein kvennanna sem höfða málið segist hafa verið 17 ára þegar kærasti hennar gekk á eftir henni um að gera myndband þar sem hún var nakin. Konan, sem kom ekki fram undir sínu rétta nafni í viðtalinu, segir að myndbandinu hafi í kjölfarið verið hlaðið upp á klámsíðuna án sinnar vitundar. Árið 2019 voru heimsóknir á síðuna 42 milljarðar talsins, og mátti þar finna 6,83 milljónir myndbanda, sem samanlagt tæki 169 ár að horfa á. Pornhub hefur ekki gefið upp hversu marga starfsmenn þeir eru með í vinnu hjá sér við að fara yfir efni sem hlaðið er upp á vefinn. Í desember á síðasta ári virtust niðurstöður rannsóknar á vegum New York Times þá sýna að á síðunni væri að finna fjöldann allan af myndböndum sem sýndu barnaníð og jafnvel nauðganir, en forsvarsmenn síðunnar höfnuðu þeim ásökunum jafnt sem öðrum.
Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05
Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22