„Þjónusta við aldraða á að vera sem næst viðkomandi, þannig að ég tel að sveitarfélög eigi að sjá um þennan rekstur en að ríkið eigi að leggja til það fjármagn sem þarf til þess að reka þetta. Það er best þegar nærumhverfið sér um þetta, ekki endilega ríkið eða einhver einkafyrirtæki,” segir Björn. „Þetta er bara í boði stjórnvalda og heilbrigðisráðuneytisins og þeirra sem þar stjórna.”
Hann segir uppsagnirnar hafa verið fyrirséðar. „Auðvitað er ömurlegt þegar það er verið að segja upp en þetta kom mér ekkert á óvart sem slíkt,” segir Björn.
Heilsuvernd hafði átt í kjaraviðræðum við stéttarfélagið áður en ráðist var í uppsagnirnar og verður framhaldið á næstu dögum og vikum, að sögn Björns. Hann segir uppsagnirnar hafa reynst mörgum erfiðar. „Auðvitað er þetta bara ákveðið myrkur,” segir hann.
Uppsagnirnar hafa verið harðlega gagnrýndar, meðal annars af forseta AS, og formanni Samfylkingarinnar, sem segja uppsagnirnar sorglegar en fyrirsjáanlegar