Leiðtogi Sannra Finna dregur sig í hlé Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 10:53 Kjör Jussi Halla-aho sem formanns Sannra Finna árið 2017 varð til þess að flokkurinn klofnaði. Vísir/EPA Jussi Halla-aho, leiðtogi Sannra Finnra, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í formannskjöri á landsfundi flokksins í Seinäjoki í ágúst. Hann segist þó ætla að sitja áfram sem þingmaður flokksins. Halla-aho hefur verið formaður hægripopúlíska flokksins Sannra Finna undanfarin fjögur ár. Hann tilkynnti um ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér sem formaður áfram á stafrænum fundi með félögum sínum í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Sagði Halla-aho félögum sínum að það væri ekki gott fyrir leiðtoga að gerast of þaulsetinn. Þá byrjaði hann að trúa því að hann væri ómissandi. Lýsti hann ekki yfir stuðningi við neinn mögulegan eftirmann sinn. Ville Tavio, formaður þingflokks Sannra Finna, sagði að tækifæri fælist í brotthvarfi Halla-aho sem formanns. Kjör Halla-aho sem formanns sumarið 2017 varð kveikjan að deilum sem klufu flokkinn. Eftir þingkosningar árið 2015 tóku Sannir Finnar sæti í ríkisstjórn Juha Sipilä forsætisráðherra. Sipilä vildi ekki halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir að Halla-aho náði kjöri sem formaður Sannra Finna. Halla-aho er harðlínumaður í innflytjendamálum og var eitt sinn dæmdur til að greiða sekt vegna ummæla sinna um tengsl íslamstrúar og barnaníðs annars vegar og að Sómalar væru þjófar. Meiri en helmingur þingmanna Sannra Finna sagði þá skilið við þingflokkinn og hélt áfram í ríkisstjórninni. Þingmönnunum var vikið úr flokknum í kjölfarið, þar á meðal Timo Soini, fyrrverandi formanni flokksins til tveggja áratuga. Halla-aho og þeir sem eftir voru í þingflokknum fóru í stjórnarandstöðu. Sannir Finnar eru næst stærsti flokkurinn á finnska þinginu og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Klofningsflokkurinn Blái umbótaflokkurinn þurrkaðist hins vegar út í þingkosningunum árið 2019. Finnland Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Halla-aho hefur verið formaður hægripopúlíska flokksins Sannra Finna undanfarin fjögur ár. Hann tilkynnti um ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér sem formaður áfram á stafrænum fundi með félögum sínum í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Sagði Halla-aho félögum sínum að það væri ekki gott fyrir leiðtoga að gerast of þaulsetinn. Þá byrjaði hann að trúa því að hann væri ómissandi. Lýsti hann ekki yfir stuðningi við neinn mögulegan eftirmann sinn. Ville Tavio, formaður þingflokks Sannra Finna, sagði að tækifæri fælist í brotthvarfi Halla-aho sem formanns. Kjör Halla-aho sem formanns sumarið 2017 varð kveikjan að deilum sem klufu flokkinn. Eftir þingkosningar árið 2015 tóku Sannir Finnar sæti í ríkisstjórn Juha Sipilä forsætisráðherra. Sipilä vildi ekki halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir að Halla-aho náði kjöri sem formaður Sannra Finna. Halla-aho er harðlínumaður í innflytjendamálum og var eitt sinn dæmdur til að greiða sekt vegna ummæla sinna um tengsl íslamstrúar og barnaníðs annars vegar og að Sómalar væru þjófar. Meiri en helmingur þingmanna Sannra Finna sagði þá skilið við þingflokkinn og hélt áfram í ríkisstjórninni. Þingmönnunum var vikið úr flokknum í kjölfarið, þar á meðal Timo Soini, fyrrverandi formanni flokksins til tveggja áratuga. Halla-aho og þeir sem eftir voru í þingflokknum fóru í stjórnarandstöðu. Sannir Finnar eru næst stærsti flokkurinn á finnska þinginu og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Klofningsflokkurinn Blái umbótaflokkurinn þurrkaðist hins vegar út í þingkosningunum árið 2019.
Finnland Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira