Fengu ómerktan vökva gegn Covid Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júní 2021 12:15 Rúna Hauksdóttir Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Lögregla rannsakar nú ábendingar sem Lyfjastofnun barst um að einstaklingum hafi verið afhentur vökvi í ómerktu glasi með fyrirmælum um að hann skyldi nota til meðferðar og forvarnar gegn Covid. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir lögreglu nú skoða ábendinguna enda geti lyfjagjöf sem þessi verið hættuleg. „Það voru engar upplýsingar um hvert innihald vökvans var. Það getur stafað af því mikil hætta að afhenda svona óskilgreinda vöru. Það er ákvæði í lyfjalögum sem fjallar um markaðssetningu og dreifingu og ávísun lyfja. Þetta uppfyllir þau engan veginn. Fyrir utan það að þetta er öryggisatriði fyrir sjúklinga, að vita ekki hvað er í þessu,“segir Rúna. Forstjóri Lyfjastofnunar segir málið á borði lögreglu.Vísir/Getty DV sagði frá því í gærkvöldi að lögregla hafi yfirheyrt Guðmund Karl Snæbjörnsson lækni vegna málsins en hann hefur talað fyrir notkun lyfsins ívermektín gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur ekki samþykkt lyfið til meðferðar gegn sjúkdómnum og það hefur Lyfjastofnun Evrópu ekki gert heldur. Í viðtali við DV sagði Guðmundur Karl Lyfjastofnun hafa kært sig eftir að hann krafðist vísindalegra raka fyrir þeirri afstöðu. Rúna segir kæru stofnunarinnar ekki beinast gegn einstaklingi og að málið snúist ekki um ívermektín. Ekki liggi fyrir hvað hafi verið í hinum dularfulla vökva í raun og veru. Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur vakið athygli fyrir baráttu sína varðandi notkun rafretta.Vísir „Lögreglan hefur skoðað þetta og þessi vökvi er í einhverri greiningu. Það eru tiltekin einhver innihaldsefni, ívermektín er þar ásamt öðrum, en það veit enginn hvort það er þarna í eða hvernig framleiðslan er,“ segir Rúna. Bólusetningar gegn kórónuveirunni halda áfram í Laugardalshöll í dag og verða níu til tíu þúsund skammtar af bóluefni Janssen í boði í dag. Þetta er síðasti Janssen-dagurinn fyrir sumarfrí. Opið verður fyrir alla, þá sérstaklega fyrir fólk sem hefur smitast, eftir hádegi vegna dræmrar mætingar. Enginn greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir lögreglu nú skoða ábendinguna enda geti lyfjagjöf sem þessi verið hættuleg. „Það voru engar upplýsingar um hvert innihald vökvans var. Það getur stafað af því mikil hætta að afhenda svona óskilgreinda vöru. Það er ákvæði í lyfjalögum sem fjallar um markaðssetningu og dreifingu og ávísun lyfja. Þetta uppfyllir þau engan veginn. Fyrir utan það að þetta er öryggisatriði fyrir sjúklinga, að vita ekki hvað er í þessu,“segir Rúna. Forstjóri Lyfjastofnunar segir málið á borði lögreglu.Vísir/Getty DV sagði frá því í gærkvöldi að lögregla hafi yfirheyrt Guðmund Karl Snæbjörnsson lækni vegna málsins en hann hefur talað fyrir notkun lyfsins ívermektín gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur ekki samþykkt lyfið til meðferðar gegn sjúkdómnum og það hefur Lyfjastofnun Evrópu ekki gert heldur. Í viðtali við DV sagði Guðmundur Karl Lyfjastofnun hafa kært sig eftir að hann krafðist vísindalegra raka fyrir þeirri afstöðu. Rúna segir kæru stofnunarinnar ekki beinast gegn einstaklingi og að málið snúist ekki um ívermektín. Ekki liggi fyrir hvað hafi verið í hinum dularfulla vökva í raun og veru. Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur vakið athygli fyrir baráttu sína varðandi notkun rafretta.Vísir „Lögreglan hefur skoðað þetta og þessi vökvi er í einhverri greiningu. Það eru tiltekin einhver innihaldsefni, ívermektín er þar ásamt öðrum, en það veit enginn hvort það er þarna í eða hvernig framleiðslan er,“ segir Rúna. Bólusetningar gegn kórónuveirunni halda áfram í Laugardalshöll í dag og verða níu til tíu þúsund skammtar af bóluefni Janssen í boði í dag. Þetta er síðasti Janssen-dagurinn fyrir sumarfrí. Opið verður fyrir alla, þá sérstaklega fyrir fólk sem hefur smitast, eftir hádegi vegna dræmrar mætingar. Enginn greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira