Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 19:57 Vera Jourova, gilda- og gegnsæisstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, (t.v.) með Clement Beaune, Evrópumálaráðherra Frakklands, á ráðherrafundi í Lúxemborg í dag. AP/John Thys Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. Ungversk og pólsk stjórnvöld hafa lengi sætt gagngrýni fyrir að grafa undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla. Af þeim sökum hyggst Evrópusambandið skilyrða aðgang að sameiginlegum sjóðum þess við að ríkin virtu grundvallaratriði lýðræðisins. Evrópudómstóllinn á eftir að veita umsögn um það en bæði ríki andmæla skilyrðinu. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hún hafi nú til sérstakrar skoðunar hvort að nýju lögin í Ungverjalandi stangist á við Evrópulög. „Tjáningarfrelsið verður að vernda og ekki ætti að mismuna gegn neinum á grundvelli kynhneigðar,“ sagði Jourova eftir fund ráðherra þar sem málið var rætt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Með lögunum varð ólöglegt að sýna börnum undir átján ára aldri efni sem sýnir eða ýtir undir samkynhneigð eða kynleiðréttingu. Ungversk stjórnvöld halda því fram að lögunum sé ætlað að vernda börn með því að tryggja að foreldrar þeirra fræði þau um kynhneigð þar til þau ná átján ára aldri. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segir lögin hins vegar ekki endurspegla nein gildi sem Evrópusambandið vill verja. „Fólk á rétt á því að lifa eins og það vill, við erum ekki lengur á miðöldum,“ segir hann. Taka átök fram yfir viðræður Framkvæmdastjórnin ætlar að gefa út skýrslu um stöðu réttarríkisins í Evrópu í næsta mánuði. Jourova lýsti áhyggjum af hnignun lýðræðis í Póllandi og að þarlend stjórnvöld hefðu lítinn áhuga sýnt á að samsvara sig þeim gildum sem koma fram í sáttmála Evrópusambandsins. „Við sjáum vaxandi áhrif framkvæmdavaldsins á dómsvaldið og í stað viðræðuvilja sjáum við frekari skref í átt að átökum,“ sagði hún. Sagði hún sambandið tilbúið að beita þeim ráðum sem það hefði til þess að fá Pólland og Unverjaland til þess að virða lýðræðisleg grundvallaratriði þess. Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Hinsegin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Ungversk og pólsk stjórnvöld hafa lengi sætt gagngrýni fyrir að grafa undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla. Af þeim sökum hyggst Evrópusambandið skilyrða aðgang að sameiginlegum sjóðum þess við að ríkin virtu grundvallaratriði lýðræðisins. Evrópudómstóllinn á eftir að veita umsögn um það en bæði ríki andmæla skilyrðinu. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hún hafi nú til sérstakrar skoðunar hvort að nýju lögin í Ungverjalandi stangist á við Evrópulög. „Tjáningarfrelsið verður að vernda og ekki ætti að mismuna gegn neinum á grundvelli kynhneigðar,“ sagði Jourova eftir fund ráðherra þar sem málið var rætt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Með lögunum varð ólöglegt að sýna börnum undir átján ára aldri efni sem sýnir eða ýtir undir samkynhneigð eða kynleiðréttingu. Ungversk stjórnvöld halda því fram að lögunum sé ætlað að vernda börn með því að tryggja að foreldrar þeirra fræði þau um kynhneigð þar til þau ná átján ára aldri. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segir lögin hins vegar ekki endurspegla nein gildi sem Evrópusambandið vill verja. „Fólk á rétt á því að lifa eins og það vill, við erum ekki lengur á miðöldum,“ segir hann. Taka átök fram yfir viðræður Framkvæmdastjórnin ætlar að gefa út skýrslu um stöðu réttarríkisins í Evrópu í næsta mánuði. Jourova lýsti áhyggjum af hnignun lýðræðis í Póllandi og að þarlend stjórnvöld hefðu lítinn áhuga sýnt á að samsvara sig þeim gildum sem koma fram í sáttmála Evrópusambandsins. „Við sjáum vaxandi áhrif framkvæmdavaldsins á dómsvaldið og í stað viðræðuvilja sjáum við frekari skref í átt að átökum,“ sagði hún. Sagði hún sambandið tilbúið að beita þeim ráðum sem það hefði til þess að fá Pólland og Unverjaland til þess að virða lýðræðisleg grundvallaratriði þess.
Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Hinsegin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent