Persónuvernd telur mögulega tilefni til að útvíkka athugun sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 11:57 Persónuvernd hefur nú til skoðunar vinnubrögð við meðferð persónuupplýsinga við flutninga leghálssýna til Danmerkur. Persónuvernd hefur borist svar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu leghálssýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem verða til við rannsóknir á þeim. Persónuvernd sendi fyrirspurn til heilsugæslunnar 17. maí síðastliðinn og barst svar 31. maí. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn Ernu Bjarnadóttur, sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ en honum tilheyra nú 16.700 einstaklingar. Í fyrirspurninni er meðal annars spurt að því hvers vegna það sé afstaða Embættis landæknis að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því falli þau ekki undir lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000. Leiða má líkur að því að tilefni spurningarinnar sé sú staðreynd að upp getur komið sú staða að kona reynist hafa fengið ranga greiningu og þá eru geymd sýni endurskoðuð. Í svarinu segist Persónuvernd ekki getað svarað til um afstöðu Landlæknisembættisins en í lögum 110/2000 sé ekki mælt fyrir um skyldu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu til að varðveita lífsýni sem tekin eru vegna þjónusturannsókna. Hins vegar sé skylt að halda sjúkraskrá vegna sjúklings og þá geti reynt á það hvort þjónustusýni teljist tilheyra slíkri skrá. Þá segir að tilefni kunni að gefast til að bæta varðveislu umræddra sýna við athugun Persónuverndar. Í svarinu segir einnig að mögulega kunni að gefast tilefni til að kanna frekar gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustusýni en í fyrirspurn Ernu var bent á að skýrar reglur hefðu gilt um lífsýnasafn frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Persónuvernd ítrekar að samkvæmt lögum sé heimilt að senda lífsýni úr landi, meðal annars vegna sjúkdómsgreininga og gæðaeftirlits. Það breyti því þó ekki að mikilvægt sé að viðhöfð séu vönduð vinnubrögð þegar það er gert og því hafi stofnunin hafið athugun á fyrirkomulaginu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengd skjöl Svar_PersonuverndarPDF2.8MBSækja skjal Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Persónuvernd sendi fyrirspurn til heilsugæslunnar 17. maí síðastliðinn og barst svar 31. maí. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn Ernu Bjarnadóttur, sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ en honum tilheyra nú 16.700 einstaklingar. Í fyrirspurninni er meðal annars spurt að því hvers vegna það sé afstaða Embættis landæknis að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því falli þau ekki undir lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000. Leiða má líkur að því að tilefni spurningarinnar sé sú staðreynd að upp getur komið sú staða að kona reynist hafa fengið ranga greiningu og þá eru geymd sýni endurskoðuð. Í svarinu segist Persónuvernd ekki getað svarað til um afstöðu Landlæknisembættisins en í lögum 110/2000 sé ekki mælt fyrir um skyldu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu til að varðveita lífsýni sem tekin eru vegna þjónusturannsókna. Hins vegar sé skylt að halda sjúkraskrá vegna sjúklings og þá geti reynt á það hvort þjónustusýni teljist tilheyra slíkri skrá. Þá segir að tilefni kunni að gefast til að bæta varðveislu umræddra sýna við athugun Persónuverndar. Í svarinu segir einnig að mögulega kunni að gefast tilefni til að kanna frekar gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustusýni en í fyrirspurn Ernu var bent á að skýrar reglur hefðu gilt um lífsýnasafn frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Persónuvernd ítrekar að samkvæmt lögum sé heimilt að senda lífsýni úr landi, meðal annars vegna sjúkdómsgreininga og gæðaeftirlits. Það breyti því þó ekki að mikilvægt sé að viðhöfð séu vönduð vinnubrögð þegar það er gert og því hafi stofnunin hafið athugun á fyrirkomulaginu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengd skjöl Svar_PersonuverndarPDF2.8MBSækja skjal
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira