Bjarni var aldrei rannsakaður Snorri Másson skrifar 24. júní 2021 16:10 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var aldrei til rannsóknar hjá lögreglu vegna veru sinnar í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra. Jafnframt hafi Bjarni aldrei verið yfirheyrður vegna málsins og nú þegar niðurstaða er komin í málið er hann ekki á meðal þeirra sem boðið hefur verið að greiða sekt. „Við höfum aldrei verið í neinum samskiptum eða til rannsóknar svo að við vitum til vegna þessa máls. Við höfum ekki fengið neina tilkynningu eða beiðni um yfirheyrslu eða samtal eða neitt,“ segir Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við Vísi. Sjálfur sagði Bjarni við Vísi fyrr í dag: „Ég er ekki aðili að málinu.“ Vísir hefur sagt frá því að niðurstaða liggi fyrir hjá lögreglunni. Hún felur í sér að hlutaðeigandi aðilum hefur verið boðin lögreglustjórasátt, sem þýðir að þeim býðst að greiða sekt innan ákveðins frests. Hvaða aðilum er boðið að greiða þessa sekt hefur enn ekki komið fram, en þar sem Bjarna Benediktssyni, sem var sannarlega staddur í Ásmundarsal þetta kvöld, hefur ekki verið boðið það, má leiða að því líkum að það séu heldur staðarhaldararnir sem sæta sektum. Að sátt sé boðin í málinu gefur til kynna að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en eigendur Ásmundarsals tóku þó fyrir að svo hafi verið á sínum tíma. Tíu máttu koma saman samkvæmt almennum sóttvarnareglum en þar sem rýmið skilgreindist bæði sem veitingarými og verslun sýndu eigendurnir fram á að í raun hafi 50 mátt koma saman í húsinu. Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50 Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Jafnframt hafi Bjarni aldrei verið yfirheyrður vegna málsins og nú þegar niðurstaða er komin í málið er hann ekki á meðal þeirra sem boðið hefur verið að greiða sekt. „Við höfum aldrei verið í neinum samskiptum eða til rannsóknar svo að við vitum til vegna þessa máls. Við höfum ekki fengið neina tilkynningu eða beiðni um yfirheyrslu eða samtal eða neitt,“ segir Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við Vísi. Sjálfur sagði Bjarni við Vísi fyrr í dag: „Ég er ekki aðili að málinu.“ Vísir hefur sagt frá því að niðurstaða liggi fyrir hjá lögreglunni. Hún felur í sér að hlutaðeigandi aðilum hefur verið boðin lögreglustjórasátt, sem þýðir að þeim býðst að greiða sekt innan ákveðins frests. Hvaða aðilum er boðið að greiða þessa sekt hefur enn ekki komið fram, en þar sem Bjarna Benediktssyni, sem var sannarlega staddur í Ásmundarsal þetta kvöld, hefur ekki verið boðið það, má leiða að því líkum að það séu heldur staðarhaldararnir sem sæta sektum. Að sátt sé boðin í málinu gefur til kynna að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en eigendur Ásmundarsals tóku þó fyrir að svo hafi verið á sínum tíma. Tíu máttu koma saman samkvæmt almennum sóttvarnareglum en þar sem rýmið skilgreindist bæði sem veitingarými og verslun sýndu eigendurnir fram á að í raun hafi 50 mátt koma saman í húsinu.
Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50 Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50
Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44