Segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 13:01 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Áfram þurfa ferðamenn sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um fyrri sýkingu eða bólusetningu gegn covid19 að sæta skimun og fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar fagnar afléttingum en segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. Þann 1. júlí verður sýnatökum hætt hjá þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafa viðurkennt við komuna til landsins og sýnatöku verður jafnframt hætt hjá börnum fædd 2005 eða síðar. Þeir sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um bólusetningu gegn Covid19 eða fyrri sýkingu af völdum sjúkdómsins þurfa áfram að framvísa neikvæðu PCR vottorði á landamærum, undirgangast skimun við komuna til landsins , sæta fimm daga sóttkví og seinni skimun að henni lokinni. Þessar takmarkanir gilda til 15. ágúst. Sóttkvíin valdi vandræðum Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. „Þetta hefur töluverð óþægileg áhrif, þessi sóttkvíartenging, sérstaklega fyrir hópa frá Evrópu þar sem að staða bólusetninga er mjög mismunandi,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Hann hefði gjarnan viljað sóttkvínna lagða af fyrr en þann 15. ágúst. „Ég hefði gjarnan viljað sjá það um miðjan júlí eða fyrsta ágúst, en miðað við gildistímann á þessari reglugerð þá lítur út fyrir að það verði ekki fyrr en um miðjan ágúst sem okkur þykir náttúrulega aðeins súrara í broti en ef þetta hefði komið fyrr. Það mun valda okkur vanda.“ Einfaldara að taka á móti ferðamönnum Heilt yfir segist hann þó ánægður með afléttingar innanlands. „Það er náttúrulega mjög ánægjulegt fyrir okkur í ferðaþjónustunni að það sé búið að ákveða að hætta að skima bólusetta og þá sem eru með mótefnavottorð. Það mun einfalda alla hluti í móttöku á ferðamönnum, sérstaklega þeim sem eru að koma í styttri ferðir og síðan vonumst við til að það verði létt enn meira á þessu þegar staðan verður orðin enn betri núna í ágúst þegar þessi reglugerð rennur sitt skeið,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Þann 1. júlí verður sýnatökum hætt hjá þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafa viðurkennt við komuna til landsins og sýnatöku verður jafnframt hætt hjá börnum fædd 2005 eða síðar. Þeir sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um bólusetningu gegn Covid19 eða fyrri sýkingu af völdum sjúkdómsins þurfa áfram að framvísa neikvæðu PCR vottorði á landamærum, undirgangast skimun við komuna til landsins , sæta fimm daga sóttkví og seinni skimun að henni lokinni. Þessar takmarkanir gilda til 15. ágúst. Sóttkvíin valdi vandræðum Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. „Þetta hefur töluverð óþægileg áhrif, þessi sóttkvíartenging, sérstaklega fyrir hópa frá Evrópu þar sem að staða bólusetninga er mjög mismunandi,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Hann hefði gjarnan viljað sóttkvínna lagða af fyrr en þann 15. ágúst. „Ég hefði gjarnan viljað sjá það um miðjan júlí eða fyrsta ágúst, en miðað við gildistímann á þessari reglugerð þá lítur út fyrir að það verði ekki fyrr en um miðjan ágúst sem okkur þykir náttúrulega aðeins súrara í broti en ef þetta hefði komið fyrr. Það mun valda okkur vanda.“ Einfaldara að taka á móti ferðamönnum Heilt yfir segist hann þó ánægður með afléttingar innanlands. „Það er náttúrulega mjög ánægjulegt fyrir okkur í ferðaþjónustunni að það sé búið að ákveða að hætta að skima bólusetta og þá sem eru með mótefnavottorð. Það mun einfalda alla hluti í móttöku á ferðamönnum, sérstaklega þeim sem eru að koma í styttri ferðir og síðan vonumst við til að það verði létt enn meira á þessu þegar staðan verður orðin enn betri núna í ágúst þegar þessi reglugerð rennur sitt skeið,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira