Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 20:06 Derek Chauvin í réttarsalnum í Hennepin-sýslu þar sem refsing hans var ákvörðuð í dag. Vísir/AP Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. Dómarinn í málinu dæmdi Chauvin til strangari refsingar en refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir vegna alvarleika þeirra. Hann gekk þó ekki jafnlangt og saksóknarar vildu en þeir kröfðust þess að Chauvin yrði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Chauvin var sakfelldur fyrir manndráp án ásetnings og af gáleysi. AP-fréttastofan segir að Chauvin gæti fengið reynslulausn þegar hann hefur afplánað fimmtán ár ef hann hegðar sér vel í fangelsi. Hann er 45 ára gamall. Atvikið þegar Chauvin hélt hné sínu á hálsi Floyd, 46 ára gamals blökkumanns, í níu og hálfa mínútu náðist á myndbandsupptöku sem fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Á henni sást að Chauvin skeytti engu um að Floyd reyndi að gera honum ljóst að hann næði ekki andanum og mótbárur vegfarenda. Fyrir dómsuppkvaðninguna lýsti Chauvin samúð sinni með fjölskyldu Floyd en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig við réttarhöldin. Hann gæti enn átt yfir höfði sér frekari refsingu í máli sem alríkisstjórnin hefur höfðað gegn honum vegna brota á borgararéttindum Floyd. Réttað verður yfir þremur öðrum fyrrverandi lögreglumönnum sem stóðu hjá á meðan Chauvin varð Floyd að bana í mars. Þeir eru sakaðir um hlutdeild í drápinu. Þeirra bíða einnig alríkisákærur fyrir að brjóta gegn borgararéttindum Floyd. Fréttin hefur verið uppfærð. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Dómarinn í málinu dæmdi Chauvin til strangari refsingar en refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir vegna alvarleika þeirra. Hann gekk þó ekki jafnlangt og saksóknarar vildu en þeir kröfðust þess að Chauvin yrði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Chauvin var sakfelldur fyrir manndráp án ásetnings og af gáleysi. AP-fréttastofan segir að Chauvin gæti fengið reynslulausn þegar hann hefur afplánað fimmtán ár ef hann hegðar sér vel í fangelsi. Hann er 45 ára gamall. Atvikið þegar Chauvin hélt hné sínu á hálsi Floyd, 46 ára gamals blökkumanns, í níu og hálfa mínútu náðist á myndbandsupptöku sem fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Á henni sást að Chauvin skeytti engu um að Floyd reyndi að gera honum ljóst að hann næði ekki andanum og mótbárur vegfarenda. Fyrir dómsuppkvaðninguna lýsti Chauvin samúð sinni með fjölskyldu Floyd en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig við réttarhöldin. Hann gæti enn átt yfir höfði sér frekari refsingu í máli sem alríkisstjórnin hefur höfðað gegn honum vegna brota á borgararéttindum Floyd. Réttað verður yfir þremur öðrum fyrrverandi lögreglumönnum sem stóðu hjá á meðan Chauvin varð Floyd að bana í mars. Þeir eru sakaðir um hlutdeild í drápinu. Þeirra bíða einnig alríkisákærur fyrir að brjóta gegn borgararéttindum Floyd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira