Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 23:47 Skrifstofa umdæmissaksóknarans í New York sem gæti ákært fyrirtæki Trump og lykilstjórnanda á næstu dögum. Vísir/EPA Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. Rannsókn á Trump-fyrirtækinu hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár en bandarískir fjölmiðlar hafa nú eftir heimildarmönnum sínum að fyrstu ákæranna gæti verið að vænta jafnvel strax í næstu viku. New York Times reið á vaðið og sagði að fyrirtækið sjálft og Allen H. Weisselberg, fjármálastjóra þess, gætu átt yfir höfði sér ákæru. Weisselberg hefur lengi verið undir smásjá saksóknara sem hafa reynt að fá hann til að vinna með rannsókninni. Sakamálarannsóknin er nú sögð beinast að miklu leyti að hlunnindum sem Weisselberg og aðrir stjórnendur fengu frá fyrirtækinu. Þannig er fyrirtækið meðal annars sagt hafa greitt skólagjöld upp á tugi þúsunda dollara, jafnvirði milljóna íslenskra króna, fyrir barnabarn Weisselberg í dýran einkaskóla auk leigugreiðslan og leigu á bifreiðum. Saksóknarar gaumgæfa hvort að fyrirtæki Trump hafi gefið greiðslurnar rétt upp og hvort að skattur hafi verið greiddur af þeim. Algengt er að fyrirtæki veiti starfsmönnum ýmis hlunnindi en í mörgum tilfellum þarf að gefa þau upp sem þóknanir sem eru skattskyldar. Ekki er ljóst hvort að Trump sjálfur eigi á hættu að vera ákærður. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsókninni í New York sem nornaveiðum sem eigi sér pólitískar rætur. Það hefur hann raunar gert um allar aðrar rannsóknir, bæði Bandaríkjaþings, saksóknara og sérstakra rannsakenda sem stofnað hefur verið til frá því að hann varð forseti. Ron Fischetti, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir AP-fréttastofunni að hann hafi fundað með saksóknurunum til að reyna að sannfæra þá um að leggja ekki fram ákærur í gær. Hann útilokar þó ekki að fyrirtækið verði ákært. „Ákærurnar eru algerlega hneykslanlegar og fordæmalausar ef þær verða sannarlega lagðar fram,“ segir hann. Umfangsmikil rannsókn Rannsókn umdæmissaksóknarans hefur einnig snúist um viðskiptahætti fyrirtækis Trump í gegnum tíðinda, meðal annars ásakanir um að það hafi ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna sinna við banka og mögulega fjárfesta allt eftir því hvað hentaði því hverju sinni. Einnig er til skoðunar hvort að Weisselberg hafi átt þátt í því að greiða tveimur konum sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Í tengslum við rannsóknina fékk saksóknarinn afhentar skattskýrslur Trump eftir harða og langvinna baráttu fyrir dómstólum. Nýlega var ákærudómstóll skipaður til að kviðdómendur gætu lagt mat á hvort efni stæðu til að gefa út ákærur. Yrði Trump ákærður gæti það sett strik í reikninginn fyrir mögulegt framboð hans til forseta árið 2024 sem hann hefur ýjað að. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Rannsókn á Trump-fyrirtækinu hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár en bandarískir fjölmiðlar hafa nú eftir heimildarmönnum sínum að fyrstu ákæranna gæti verið að vænta jafnvel strax í næstu viku. New York Times reið á vaðið og sagði að fyrirtækið sjálft og Allen H. Weisselberg, fjármálastjóra þess, gætu átt yfir höfði sér ákæru. Weisselberg hefur lengi verið undir smásjá saksóknara sem hafa reynt að fá hann til að vinna með rannsókninni. Sakamálarannsóknin er nú sögð beinast að miklu leyti að hlunnindum sem Weisselberg og aðrir stjórnendur fengu frá fyrirtækinu. Þannig er fyrirtækið meðal annars sagt hafa greitt skólagjöld upp á tugi þúsunda dollara, jafnvirði milljóna íslenskra króna, fyrir barnabarn Weisselberg í dýran einkaskóla auk leigugreiðslan og leigu á bifreiðum. Saksóknarar gaumgæfa hvort að fyrirtæki Trump hafi gefið greiðslurnar rétt upp og hvort að skattur hafi verið greiddur af þeim. Algengt er að fyrirtæki veiti starfsmönnum ýmis hlunnindi en í mörgum tilfellum þarf að gefa þau upp sem þóknanir sem eru skattskyldar. Ekki er ljóst hvort að Trump sjálfur eigi á hættu að vera ákærður. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsókninni í New York sem nornaveiðum sem eigi sér pólitískar rætur. Það hefur hann raunar gert um allar aðrar rannsóknir, bæði Bandaríkjaþings, saksóknara og sérstakra rannsakenda sem stofnað hefur verið til frá því að hann varð forseti. Ron Fischetti, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir AP-fréttastofunni að hann hafi fundað með saksóknurunum til að reyna að sannfæra þá um að leggja ekki fram ákærur í gær. Hann útilokar þó ekki að fyrirtækið verði ákært. „Ákærurnar eru algerlega hneykslanlegar og fordæmalausar ef þær verða sannarlega lagðar fram,“ segir hann. Umfangsmikil rannsókn Rannsókn umdæmissaksóknarans hefur einnig snúist um viðskiptahætti fyrirtækis Trump í gegnum tíðinda, meðal annars ásakanir um að það hafi ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna sinna við banka og mögulega fjárfesta allt eftir því hvað hentaði því hverju sinni. Einnig er til skoðunar hvort að Weisselberg hafi átt þátt í því að greiða tveimur konum sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Í tengslum við rannsóknina fékk saksóknarinn afhentar skattskýrslur Trump eftir harða og langvinna baráttu fyrir dómstólum. Nýlega var ákærudómstóll skipaður til að kviðdómendur gætu lagt mat á hvort efni stæðu til að gefa út ákærur. Yrði Trump ákærður gæti það sett strik í reikninginn fyrir mögulegt framboð hans til forseta árið 2024 sem hann hefur ýjað að.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira