Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina, minnkaði Keflavík muninn í þriðja leiknum en bikarinn fór svo á loft í gær.
Allt ætlaði um koll að keyra í Þorlákshöfn í gærkvöldi enda biðin verið löng eftir þeim stóra.
Húsið var troðfullt og sumir réðu sér ekki fyrir kæti en margir heimamenn eru í Þórsliðinu.
Domino's Körfuboltakvöld sýndi að venju Íslandsmeistaramyndband í síðasta þætti vetrarins í gær og það má sjá hér að neðan.
Takk fyrir frábært tímabil. Til hamingju Þór Þorlákshöfn, þið eruð vel að þessu komnir. #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/9Ds8IetMfb
— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) June 25, 2021