Dagsgömlum hitametum splundrað Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 08:47 Fólk beitir ýmsum brögðum til að umbera hitann í Seattle. Melvin O'Brien fékk sér sæti í forsælunni undir tré með blauta tusku á höfði á meðan börnin hans léku sér í gosbrunni. AP/John Froschauer Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. Meira en áttatíu ára gamalt hitamet Kanada féll fyrst í Lytton í Bresku Kólumbíu á sunnudag þegar hitinn þar mældist 46,6°C. Það stóð ekki lengi því strax í gær var það bætt um 1,3 gráður, að sögn Veðurstofu Bresku Kólumbíu. Lytton has again broken the all-time Canadian high temperature record by reaching 47.9C today. The summary of all broken records today in BC - https://t.co/LbdCrmEJB1 #bcstorm #Lytton— ECCC Weather British Columbia (@ECCCWeatherBC) June 29, 2021 Staðbundin hitamet voru einnig slegin víða annars staðar í Bresku Kólumbíu og oft með miklum mun. Í Abbotsford, rétt austan við Vancouver, sýndi hitamælirinn 42,9°C, meira en tíu gráðum heitara en fyrra hitamet svæðisins frá 2008. Á norðvesturströnd Bandaríkjanna var hitinn einnig þrúgandi og féllu metin þar í hrönnum. Í Seattle í Washington mældist hitinn 42°C undir kvöld í gær, um tveimur gráðum hærra en metið yfir hæsta hita sem þar hefur mælst sem var sett daginn á undan. Í Portland í Oregon fór hitinn upp í 46,6°C í gær sem var í þriðja skipti á þremur dögum sem nýtt hitamet var sett þar. Hitabylgjan er sögð sérstaklega óvanalega en íbúar á svæðinu eru vanari mildu veðri. Meðalhiti í Seattle á þessum árstíma er þannig um 21°C. AP-fréttastofan segir að innan við helmingur borgarbúa sé með loftkælingu heima hjá sér. „Okkur var ekki ætlað þetta. Þetta er upphafið að varanlegu neyðarástandi. Við verðum að takast á við rót þessa vandamáls sem eru loftslagsbreytingar,“ sagði Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis. Veðurfræðingar segja að orsök hitabylgjunnar nú sé mikið hæðarsvæði yfir norðvestanverðri Norður-Ameríku og að hnattræn hlýnun af völdum manna ágeri hana enn. „Í heimi án loftslagsbreytinga hefði þetta samt verið gríðarlega öfgafull hitabylgja. Þessi er verri en sams konar atburður hefði verið fyrir fimmtíu árum og vel merkjanlega,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Climate-hugveitunni. Hann bendir á að meðalhiti svæðisins hafi hækkað um 1,7°C síðustu hálfa öldina. Bandaríkin Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Meira en áttatíu ára gamalt hitamet Kanada féll fyrst í Lytton í Bresku Kólumbíu á sunnudag þegar hitinn þar mældist 46,6°C. Það stóð ekki lengi því strax í gær var það bætt um 1,3 gráður, að sögn Veðurstofu Bresku Kólumbíu. Lytton has again broken the all-time Canadian high temperature record by reaching 47.9C today. The summary of all broken records today in BC - https://t.co/LbdCrmEJB1 #bcstorm #Lytton— ECCC Weather British Columbia (@ECCCWeatherBC) June 29, 2021 Staðbundin hitamet voru einnig slegin víða annars staðar í Bresku Kólumbíu og oft með miklum mun. Í Abbotsford, rétt austan við Vancouver, sýndi hitamælirinn 42,9°C, meira en tíu gráðum heitara en fyrra hitamet svæðisins frá 2008. Á norðvesturströnd Bandaríkjanna var hitinn einnig þrúgandi og féllu metin þar í hrönnum. Í Seattle í Washington mældist hitinn 42°C undir kvöld í gær, um tveimur gráðum hærra en metið yfir hæsta hita sem þar hefur mælst sem var sett daginn á undan. Í Portland í Oregon fór hitinn upp í 46,6°C í gær sem var í þriðja skipti á þremur dögum sem nýtt hitamet var sett þar. Hitabylgjan er sögð sérstaklega óvanalega en íbúar á svæðinu eru vanari mildu veðri. Meðalhiti í Seattle á þessum árstíma er þannig um 21°C. AP-fréttastofan segir að innan við helmingur borgarbúa sé með loftkælingu heima hjá sér. „Okkur var ekki ætlað þetta. Þetta er upphafið að varanlegu neyðarástandi. Við verðum að takast á við rót þessa vandamáls sem eru loftslagsbreytingar,“ sagði Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis. Veðurfræðingar segja að orsök hitabylgjunnar nú sé mikið hæðarsvæði yfir norðvestanverðri Norður-Ameríku og að hnattræn hlýnun af völdum manna ágeri hana enn. „Í heimi án loftslagsbreytinga hefði þetta samt verið gríðarlega öfgafull hitabylgja. Þessi er verri en sams konar atburður hefði verið fyrir fimmtíu árum og vel merkjanlega,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Climate-hugveitunni. Hann bendir á að meðalhiti svæðisins hafi hækkað um 1,7°C síðustu hálfa öldina.
Bandaríkin Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54
Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent