Fyrstu töpuðu stig Framara og þrenna á fjórum mínútum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júlí 2021 21:31 Grindvíkingar eru fyrstir til að taka stig af Fram í sumar. Níunda umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með fjórum leikjum. Fram tapaði sínum fyrstu stigum og þá var skoruð ótrúleg þrenna í mikilvægum sigri Þróttar. KR fór þá á topp Lengjudeildar kvenna. Topplið Fram var með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins en þurfti að sjá eftir fyrstu stigum sumarsins í 2-2 jafntefli við Grindavík. Gunnar Gunnarsson og Tryggvi Snær Geirsson komu Frömurum yfir leiknum en í bæði skiptin var það Laurens Symons sem jafnaði fyrir Grindavík. Fram er sem fyrr á toppi deildarinnar með 25 stig, sex stigum á undan ÍBV sem er í öðru sæti með 19 stig eftir sigur sinn á Selfossi fyrr í kvöld. Grindavík er í þriðja sætinu með 17 stig. Þar á eftir koma Kórdrengir í fjórða sæti með 16 stig eftir markalaust jafntefli þeirra við Fjölni í kvöld en Fjölnir er með 14 stig í fimmta sæti. Ótrúleg þrenna í 7-0 sigri Þróttur vann aðeins sinn annan sigur í sumar er liðið fór illa með sigurlaust botnlið Víkings á Ólafsvík. Lokatölur á Ólafsvík 7-0 fyrir gestina en athygli vakti að Bretinn Kairo Edwards-John skoraði þrennu á fjórum mínútum í leiknum; mörkin á 27., 29. og 30. mínútu leiksins. Önnur mörk Þróttar skoruðu Daði Bergsson, Róbert Hauksson, Lárus Björnsson og Baldur Hannes Stefánsson. Víkingur er áfram með eitt stig á botninum en Þróttur er með sjö stig í ellefta sætinu, einu stigi frá Selfossi og Gróttu sem eru í sætunum fyrir ofan. Flautumark í Mosfellsbæ Gróttumenn voru í heimsókn hjá Aftureldingu Mosfellsbæ þar sem gestirnir af Seltjarnarnesi komust yfir með marki Júlí Karlssonar snemma leiks. Það voru hins vegar aðeins um 27 mínútur liðnar af leiknum þegar Arnar Þór Helgason, fyrirliði Gróttu, fékk að líta rautt spjald. Kristján Atli Marteinsson jafnaði gegn tíu Gróttumönnum undir lok fyrri hálfleiks og þá var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Pedro Vazquez skoraði sigurmark Aftureldingar. 2-1 sigur þeirra staðreynd. Afturelding nær með sigrinum að slíta sig lítillega frá botnbaráttunni, með tólf stig í sjöunda sæti. KR á toppinn kvenna megin Í Lengjudeild kvenna var einn leikur á dagskrá þar sem KR heimsótti Hauka á Ásvelli. KR leiddi þar 3-0 í hálfleik eftir tvö mörk Guðmundu Brynju Óladóttur og eitt frá Kristínu Erlu Johnson undir lok hálfleiksins. Vienna Behnke minnkaði muninn fyrir Haukakonur snemma í síðari hálfleiknum en Guðmunda Brynja endurnýjaði þriggja marka forskot KR með þriðja marki sínu um hálfleikinn miðjan. Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Þórey Björk Eyþórsdóttir fyrir Hauka og Erla Sól Vigfúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark 4-3 þegar sex mínútur lifðu leiks. Haukar komust þó ekki nær en það og KR fagnaði 4-3 sigri. Hann skilar Vesturbæingum á topp deildarinnar þar sem liðið er með 19 stig, einu á undan Aftureldingu sem fer niður í annað sætið. FH er þá með 15 stig í þriðja sæti og á leik inni. Lengjudeildin Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Topplið Fram var með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins en þurfti að sjá eftir fyrstu stigum sumarsins í 2-2 jafntefli við Grindavík. Gunnar Gunnarsson og Tryggvi Snær Geirsson komu Frömurum yfir leiknum en í bæði skiptin var það Laurens Symons sem jafnaði fyrir Grindavík. Fram er sem fyrr á toppi deildarinnar með 25 stig, sex stigum á undan ÍBV sem er í öðru sæti með 19 stig eftir sigur sinn á Selfossi fyrr í kvöld. Grindavík er í þriðja sætinu með 17 stig. Þar á eftir koma Kórdrengir í fjórða sæti með 16 stig eftir markalaust jafntefli þeirra við Fjölni í kvöld en Fjölnir er með 14 stig í fimmta sæti. Ótrúleg þrenna í 7-0 sigri Þróttur vann aðeins sinn annan sigur í sumar er liðið fór illa með sigurlaust botnlið Víkings á Ólafsvík. Lokatölur á Ólafsvík 7-0 fyrir gestina en athygli vakti að Bretinn Kairo Edwards-John skoraði þrennu á fjórum mínútum í leiknum; mörkin á 27., 29. og 30. mínútu leiksins. Önnur mörk Þróttar skoruðu Daði Bergsson, Róbert Hauksson, Lárus Björnsson og Baldur Hannes Stefánsson. Víkingur er áfram með eitt stig á botninum en Þróttur er með sjö stig í ellefta sætinu, einu stigi frá Selfossi og Gróttu sem eru í sætunum fyrir ofan. Flautumark í Mosfellsbæ Gróttumenn voru í heimsókn hjá Aftureldingu Mosfellsbæ þar sem gestirnir af Seltjarnarnesi komust yfir með marki Júlí Karlssonar snemma leiks. Það voru hins vegar aðeins um 27 mínútur liðnar af leiknum þegar Arnar Þór Helgason, fyrirliði Gróttu, fékk að líta rautt spjald. Kristján Atli Marteinsson jafnaði gegn tíu Gróttumönnum undir lok fyrri hálfleiks og þá var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Pedro Vazquez skoraði sigurmark Aftureldingar. 2-1 sigur þeirra staðreynd. Afturelding nær með sigrinum að slíta sig lítillega frá botnbaráttunni, með tólf stig í sjöunda sæti. KR á toppinn kvenna megin Í Lengjudeild kvenna var einn leikur á dagskrá þar sem KR heimsótti Hauka á Ásvelli. KR leiddi þar 3-0 í hálfleik eftir tvö mörk Guðmundu Brynju Óladóttur og eitt frá Kristínu Erlu Johnson undir lok hálfleiksins. Vienna Behnke minnkaði muninn fyrir Haukakonur snemma í síðari hálfleiknum en Guðmunda Brynja endurnýjaði þriggja marka forskot KR með þriðja marki sínu um hálfleikinn miðjan. Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Þórey Björk Eyþórsdóttir fyrir Hauka og Erla Sól Vigfúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark 4-3 þegar sex mínútur lifðu leiks. Haukar komust þó ekki nær en það og KR fagnaði 4-3 sigri. Hann skilar Vesturbæingum á topp deildarinnar þar sem liðið er með 19 stig, einu á undan Aftureldingu sem fer niður í annað sætið. FH er þá með 15 stig í þriðja sæti og á leik inni.
Lengjudeildin Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti