Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands skrifar á Facebook að sennilegast hafi kvika fundið sér leið upp um veikleika í gígnum, þar sem nú má sjá hraun spýtast upp. Líklegast sé að bráðin sem komi þarna upp sé úr sömu gosrás og sú sem kemur upp innan gígsins.
Það má rétt sjá glitta í nýja opið á vefmyndavél Vísis á Fagradalsfjalli en hraun rennur stríðum straumi úr gígnum, sem það gerði ekki fyrir tveimur tímum síðan þegar aftur fór að glitta í jarðeld í gígnum.
Gosið er afar tilkomumikið enda himininn nokkuð dökkur fyrir ofan gosstöðvarnar.
Hægt er að fylgjast með eldgosinu í vefmyndavél Vísis í spilaranum hér að neðan.