Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2021 22:23 Eldgígurinn í Fagradalsfjalli í kvöld. Vísir/Vefmyndavél Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir vel hvernig nánast slökknaði á gosinu snemma í morgun. Það var svo á áttunda tímanum í kvöld sem óróalínan fór að rísa á ný og fljótlega fékkst staðfesting á vefmyndavél Vísis á kraumandi kviku þegar fór að sjást í roða og síðan hraunslettur. Óróarit Veðurstofunnar sýnir sveiflurnar síðustu tíu sólarhringa. Goshléin undanfarna daga sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir skalann 2.000.Veðurstofa Íslands Spyrja má hvort eldgosið sé búið að finna sér nýjan reglubundinn takt, þegar lesið er úr óróaritinu. Álíka langt goshlé varð í fyrradag. Óróalínan féll þá bratt upp úr miðnætti þegar hratt dró úr gosinu. Það reif sig svo aftur upp síðdegis sama dag, einnig eftir um sextán stunda goshlé. Þá tók við um 36 stunda samfelld goshrina með miklum hraunelfum. Haldi gosið áfram þessum takti má búast við sýnilegri virkni með hraunám næsta einn og hálfan sólarhringinn eða svo. Næsta goshlé gæti þá orðið á þriðjudagsmorgni. Hér má sjá gosið í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp að nýju í fyrrakvöld. Atburðarásin er sýnd á tíföldum hraða. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort upptakturinn verði með svipuðum hætti í kvöld og nótt: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13 Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40 Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir vel hvernig nánast slökknaði á gosinu snemma í morgun. Það var svo á áttunda tímanum í kvöld sem óróalínan fór að rísa á ný og fljótlega fékkst staðfesting á vefmyndavél Vísis á kraumandi kviku þegar fór að sjást í roða og síðan hraunslettur. Óróarit Veðurstofunnar sýnir sveiflurnar síðustu tíu sólarhringa. Goshléin undanfarna daga sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir skalann 2.000.Veðurstofa Íslands Spyrja má hvort eldgosið sé búið að finna sér nýjan reglubundinn takt, þegar lesið er úr óróaritinu. Álíka langt goshlé varð í fyrradag. Óróalínan féll þá bratt upp úr miðnætti þegar hratt dró úr gosinu. Það reif sig svo aftur upp síðdegis sama dag, einnig eftir um sextán stunda goshlé. Þá tók við um 36 stunda samfelld goshrina með miklum hraunelfum. Haldi gosið áfram þessum takti má búast við sýnilegri virkni með hraunám næsta einn og hálfan sólarhringinn eða svo. Næsta goshlé gæti þá orðið á þriðjudagsmorgni. Hér má sjá gosið í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp að nýju í fyrrakvöld. Atburðarásin er sýnd á tíföldum hraða. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort upptakturinn verði með svipuðum hætti í kvöld og nótt:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13 Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40 Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
„Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13
Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40
Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13