Halda sig inni vegna gosmóðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júlí 2021 18:33 Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. Vísir Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum að sögn varaformanns Samtaka lungnasjúklinga . Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að fylgjast vel með loftgæðum. Svokölluð gosmóða frá eldgosinu í Geldingadölum hefur legið yfir suðvestanverðu landinu síðustu daga en hún hefur líka sést annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrir helgi kom fram að gosmóða greinist á svifryksmælum en ekki á SO2 eða brennisteinsdíoxíð mælum. Gosmóðan getur valdið höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þá ættu viðkvæmir og börn að forðast útivist í lengri tíma. Á samfélagsmiðlum hefur borið nokkuð á því að fólk kvarti yfir einkennum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í hádegisfréttum mikilvægt að fólk fylgist vel með mengun frá eldgosinu eða SO2 og PM mengun í nágrenni við sig á vefnum Loftgæði.is. Svifryk, PM10 og minna kemst inni í öndunarfæri manna samkvæmt vefnum Belgingi. Þaðan getur það borist í lungnaberkjurnar og í blóðrásarkerfið. Þá getur brennisteinsdíoxíð haft áhrif á heilsufar viðkvæmra ef magn þess fer yfir 351. Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. „Ég nenni ekki að fara að missa heilsuna. Ég held að við lungnasjúklingar viljum heldur vera inni við en að fara út í góða veðrið meðan mengunin er svona. Heilt yfir er fólk ofboðslega lítið að fara út núna. Fyrst vorum við heima í 15 mánuði vegna Covid-19 og nú vegna mengunar,“ segir Gunnhildur og brosir. Hún telur að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir verði fyrir áhrifum á menguninni. „Þeir sem eru lungnaveikir halda kannski að sjúkdómur sinn sé að versna og þeir sem eru heilbrigðir gera sér kannski ekki grein fyrir því að þessi erting í hálsinum og höfuðverkur sé vegna mengunarinnar,“ segir Gunnhildur. Hún vill nákvæmari merkingar á loftgæði.is „Þetta er ekki nógu aðgengilegt þarna inni. Það eru litlar útskýringar og maður þarf að fara svo langa leið til að finna út úr því hvernig ástandið er. Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar eins einfaldar og mögulegt er fyrir einkum fyrir eldri aldurshópinn. Það er t.d. skrítið að sjá einstakan stað á höfborgarsvæðinu rauðan en staðir í næsta nágrenni eru grænir,“ segir Gunnhildur að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01 Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Svokölluð gosmóða frá eldgosinu í Geldingadölum hefur legið yfir suðvestanverðu landinu síðustu daga en hún hefur líka sést annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrir helgi kom fram að gosmóða greinist á svifryksmælum en ekki á SO2 eða brennisteinsdíoxíð mælum. Gosmóðan getur valdið höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þá ættu viðkvæmir og börn að forðast útivist í lengri tíma. Á samfélagsmiðlum hefur borið nokkuð á því að fólk kvarti yfir einkennum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í hádegisfréttum mikilvægt að fólk fylgist vel með mengun frá eldgosinu eða SO2 og PM mengun í nágrenni við sig á vefnum Loftgæði.is. Svifryk, PM10 og minna kemst inni í öndunarfæri manna samkvæmt vefnum Belgingi. Þaðan getur það borist í lungnaberkjurnar og í blóðrásarkerfið. Þá getur brennisteinsdíoxíð haft áhrif á heilsufar viðkvæmra ef magn þess fer yfir 351. Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. „Ég nenni ekki að fara að missa heilsuna. Ég held að við lungnasjúklingar viljum heldur vera inni við en að fara út í góða veðrið meðan mengunin er svona. Heilt yfir er fólk ofboðslega lítið að fara út núna. Fyrst vorum við heima í 15 mánuði vegna Covid-19 og nú vegna mengunar,“ segir Gunnhildur og brosir. Hún telur að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir verði fyrir áhrifum á menguninni. „Þeir sem eru lungnaveikir halda kannski að sjúkdómur sinn sé að versna og þeir sem eru heilbrigðir gera sér kannski ekki grein fyrir því að þessi erting í hálsinum og höfuðverkur sé vegna mengunarinnar,“ segir Gunnhildur. Hún vill nákvæmari merkingar á loftgæði.is „Þetta er ekki nógu aðgengilegt þarna inni. Það eru litlar útskýringar og maður þarf að fara svo langa leið til að finna út úr því hvernig ástandið er. Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar eins einfaldar og mögulegt er fyrir einkum fyrir eldri aldurshópinn. Það er t.d. skrítið að sjá einstakan stað á höfborgarsvæðinu rauðan en staðir í næsta nágrenni eru grænir,“ segir Gunnhildur að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01 Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01
Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33