Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2021 10:45 Bleiki fíllinn vísar til nauðgara, þeirra sem nauðga. Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. „Við berjumst gegn þeirri ofbeldismenningu sem hefur verið við lýði alltof lengi og trúum að samfélagið allt vilji taka þátt í þeirri baráttu,“ segir í yfirlýsingu Bleika fílsins. „Yfirlýsing þjóðhátíðarnefndar veitir von um að nú geti stórir hlutir farið að gerast í stað endalausra hænuskrefa.“ Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í stuttri yfirlýsingu í gær að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki stýra Brekkusöngnum á sunnudeginum á Þjóðhátíð í ár. Sömuleiðis stóð til að hann myndi troða upp á laugardagskvöldinu og syngja þjóðhátíðarlag sitt frá því í fyrra. Af því verður ekki. Meintir þolendur skuldi engum að stíga fram Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingólfs á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingólfur heldur því fram fullum fetum að ekkert sé til í frásögnunum og sé kominn með lögfræðinga í málið. Þá sé hann afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Ingólfur Þórarinsson hefur stýrt Brekkusöngnum á Þjóðhátíð undanfarin ár. Svo verður ekki í ár.Vísir/Vilhelm „Ég er ósáttur við það og ég mun bregðast við þessu af fullum þunga.“ Hörmuðu ákvörðun nefndarinnar Bleiki fíllinn hafði gagnrýnt ákvörðun þjóðhátíðarnefndar í byrjun júlí að Ingólfur myndi sjá um brekkusönginn. „Við í forvarnahópnum hörmum ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Við trúum þolendum og stöndum með þeim. Við erum að funda og munum senda frá okkur yfirlýsingu bráðlega,“ sagði á Facebook-síðu hópsins. Engin yfirlýsing barst þó vegna málsins, fyrr en í gær þar sem hlutverk Bleika fílsins var áréttað. Í fyrsta sinn langi fólk á Þjóðhátíð Sísí Ástþórs, söngkona frá Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem látið hefur í sér heyra vegna málsins. „Ég sá status frá dæmdum nauðgara sem ætlar nú að skila þjóðhátíðarmiðanum sínum… vonandi gera hinir í stéttafélagi nauðgara slíkt hið sama, dalurinn mun ekki sakna ykkar,“ segir Sísí á Twitter og fær mikil viðbrögð. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins, deildi færslu Sísi á Facebook og bætti við: „Á sama tíma segja aðrir „í fyrsta sinn sem mig langar að kaupa miða á Þjóðhátíð“.“ Bleiki fíllinn hefur verið við störf í um áratug. Í þessari grein frá 2012 er saga og markmið hópsins rakin. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
„Við berjumst gegn þeirri ofbeldismenningu sem hefur verið við lýði alltof lengi og trúum að samfélagið allt vilji taka þátt í þeirri baráttu,“ segir í yfirlýsingu Bleika fílsins. „Yfirlýsing þjóðhátíðarnefndar veitir von um að nú geti stórir hlutir farið að gerast í stað endalausra hænuskrefa.“ Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í stuttri yfirlýsingu í gær að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki stýra Brekkusöngnum á sunnudeginum á Þjóðhátíð í ár. Sömuleiðis stóð til að hann myndi troða upp á laugardagskvöldinu og syngja þjóðhátíðarlag sitt frá því í fyrra. Af því verður ekki. Meintir þolendur skuldi engum að stíga fram Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingólfs á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingólfur heldur því fram fullum fetum að ekkert sé til í frásögnunum og sé kominn með lögfræðinga í málið. Þá sé hann afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Ingólfur Þórarinsson hefur stýrt Brekkusöngnum á Þjóðhátíð undanfarin ár. Svo verður ekki í ár.Vísir/Vilhelm „Ég er ósáttur við það og ég mun bregðast við þessu af fullum þunga.“ Hörmuðu ákvörðun nefndarinnar Bleiki fíllinn hafði gagnrýnt ákvörðun þjóðhátíðarnefndar í byrjun júlí að Ingólfur myndi sjá um brekkusönginn. „Við í forvarnahópnum hörmum ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Við trúum þolendum og stöndum með þeim. Við erum að funda og munum senda frá okkur yfirlýsingu bráðlega,“ sagði á Facebook-síðu hópsins. Engin yfirlýsing barst þó vegna málsins, fyrr en í gær þar sem hlutverk Bleika fílsins var áréttað. Í fyrsta sinn langi fólk á Þjóðhátíð Sísí Ástþórs, söngkona frá Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem látið hefur í sér heyra vegna málsins. „Ég sá status frá dæmdum nauðgara sem ætlar nú að skila þjóðhátíðarmiðanum sínum… vonandi gera hinir í stéttafélagi nauðgara slíkt hið sama, dalurinn mun ekki sakna ykkar,“ segir Sísí á Twitter og fær mikil viðbrögð. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins, deildi færslu Sísi á Facebook og bætti við: „Á sama tíma segja aðrir „í fyrsta sinn sem mig langar að kaupa miða á Þjóðhátíð“.“ Bleiki fíllinn hefur verið við störf í um áratug. Í þessari grein frá 2012 er saga og markmið hópsins rakin.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25
Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45
Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47