Segir Snöru stríð á hendur og semur eigin orðabók í sjálfboðavinnu Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 08:00 Sigurður Hermannsson er menntaður málvísindamaður og hefur frá 2017 helgað líf sitt íslenskukennslu fyrir útlendinga. Icelandic Made Easier Það er ekki tekið út með sældinni að læra íslensku sem útlendingur. Ekki aðeins er það gömul saga og ný að Íslendingar eru alltof gjarnir á að skipta yfir í ensku þegar viðmælandi þeirra gerist uppvís að ódæmigerðri málbeitingu, heldur virðist það einnig vera raunin að íslenskunemar rekist á stafrænan vegg í leit að haldgóðri ensk-íslenskri orðabók. Um leið og fyrrnefndur vandi er menningarlegt úrlausnarefni til lengri tíma, stendur hið síðarnefnda til bóta. Hópur fólks hefur tekið málið í sínar hendur og er beinlínis að semja nýja ensk-íslenska orðabók sem verður opin öllum á netinu. Frumkvæðið á málvísindamaðurinn og sjálfstætt starfandi íslenskukennarinn Sigurður Hermannsson, sem telur að Snara bregðist alfarið hlutverki sínu á þessu sviði. „Þetta er mesta verkefni sem ég hef nokkurn tímann farið í, en þetta er bráðnauðsynlegt. Ég sótti um haug af styrkjum en þeir fengust hvergi, kannski af því að ég er ekki að vinna með háskóla í þessu. Þess vegna erum við bara öll í sjálfboðavinnu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Ryksuga eða lofftæmi? Frá desember eru komnar fleiri en 27.000 færslur í orðabókina, þar sem ensk orð eru þýdd yfir á íslensku. Stefnt er á að opna hana á Word Reference á þessu ári. Sérstaða orðabókarinnar eru margþættar skýringar við hvert orð um ólíka notkun þess í ólíku samhengi. Þetta er þjóðþrifaverk að mati Sigurðar, sem nefnir, sem dæmi um bresti orðabókanna sem nú standa til boða hjá Snöru, orðið „vacuum.“ Skjáskot/Snara „Ef þú ert íslenskunemi og vilt finna orðið yfir þann verknað að þrífa heima hjá þér, hvernig veistu hvort það sé lofttæmi, tómarúm eða ryksuga? Annaðhvort ertu engu nær eða tekur kannski bara það fyrsta sem þú sérð og þá er það út í hött,“ segir Sigurður. Nýja orðabókin á að ráða bug á þessu og bjóða upp á útskýringar við hverja þýðingu. Snara: Úrelt, ónotendavæn og kostar Orðabókarmál fyrir útlendinga hafa löngum verið ófullnægjandi að sögn Sigurðar. „Það hefur ekki verið aðgangur að góðri tvímála orðabók og flestir nemendur sem ég hef talað við hafa verið að nota Google Translate. Það eina sem er í boði er Snara, sem er úrelt, ónotendavæn og kostar. Mér finnst þetta svo mikil hneisa, að á sama tíma og talað er um að hér þurfi að vernda íslenskuna, sé ekki sköffuð orðabók fyrir þá sem vilja læra hana. Það eru mjög margir útlendingar sem hafa bara ekki ráð á að skuldbinda sig til að greiða fyrir orðabók. Fyrir utan það er hún bara gömul, úrelt og ónotendavæn. Þetta eru bara prentorðabækur sem voru færðar í tölvu og svo ekki spáð meira í því,“ segir Sigurður. Mat Sigurðar er að hið opinbera ætti að bjóða upp á þá þjónustu sem hann er að reyna að koma á laggirnar á Word Reference en hann hefur gefist upp á biðinni. „Árnastofnun byrjaði á svona orðabók í ár en það var nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum á þessu. Ef hraðinn á því verður sambærilegur frönsk-íslensku orðabók þeirra ætti þeirra útgáfa að koma út árið 2027. Okkar á að birtast í ár,“ segir Sigurður. Íslenska á tækniöld Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Ekki aðeins er það gömul saga og ný að Íslendingar eru alltof gjarnir á að skipta yfir í ensku þegar viðmælandi þeirra gerist uppvís að ódæmigerðri málbeitingu, heldur virðist það einnig vera raunin að íslenskunemar rekist á stafrænan vegg í leit að haldgóðri ensk-íslenskri orðabók. Um leið og fyrrnefndur vandi er menningarlegt úrlausnarefni til lengri tíma, stendur hið síðarnefnda til bóta. Hópur fólks hefur tekið málið í sínar hendur og er beinlínis að semja nýja ensk-íslenska orðabók sem verður opin öllum á netinu. Frumkvæðið á málvísindamaðurinn og sjálfstætt starfandi íslenskukennarinn Sigurður Hermannsson, sem telur að Snara bregðist alfarið hlutverki sínu á þessu sviði. „Þetta er mesta verkefni sem ég hef nokkurn tímann farið í, en þetta er bráðnauðsynlegt. Ég sótti um haug af styrkjum en þeir fengust hvergi, kannski af því að ég er ekki að vinna með háskóla í þessu. Þess vegna erum við bara öll í sjálfboðavinnu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Ryksuga eða lofftæmi? Frá desember eru komnar fleiri en 27.000 færslur í orðabókina, þar sem ensk orð eru þýdd yfir á íslensku. Stefnt er á að opna hana á Word Reference á þessu ári. Sérstaða orðabókarinnar eru margþættar skýringar við hvert orð um ólíka notkun þess í ólíku samhengi. Þetta er þjóðþrifaverk að mati Sigurðar, sem nefnir, sem dæmi um bresti orðabókanna sem nú standa til boða hjá Snöru, orðið „vacuum.“ Skjáskot/Snara „Ef þú ert íslenskunemi og vilt finna orðið yfir þann verknað að þrífa heima hjá þér, hvernig veistu hvort það sé lofttæmi, tómarúm eða ryksuga? Annaðhvort ertu engu nær eða tekur kannski bara það fyrsta sem þú sérð og þá er það út í hött,“ segir Sigurður. Nýja orðabókin á að ráða bug á þessu og bjóða upp á útskýringar við hverja þýðingu. Snara: Úrelt, ónotendavæn og kostar Orðabókarmál fyrir útlendinga hafa löngum verið ófullnægjandi að sögn Sigurðar. „Það hefur ekki verið aðgangur að góðri tvímála orðabók og flestir nemendur sem ég hef talað við hafa verið að nota Google Translate. Það eina sem er í boði er Snara, sem er úrelt, ónotendavæn og kostar. Mér finnst þetta svo mikil hneisa, að á sama tíma og talað er um að hér þurfi að vernda íslenskuna, sé ekki sköffuð orðabók fyrir þá sem vilja læra hana. Það eru mjög margir útlendingar sem hafa bara ekki ráð á að skuldbinda sig til að greiða fyrir orðabók. Fyrir utan það er hún bara gömul, úrelt og ónotendavæn. Þetta eru bara prentorðabækur sem voru færðar í tölvu og svo ekki spáð meira í því,“ segir Sigurður. Mat Sigurðar er að hið opinbera ætti að bjóða upp á þá þjónustu sem hann er að reyna að koma á laggirnar á Word Reference en hann hefur gefist upp á biðinni. „Árnastofnun byrjaði á svona orðabók í ár en það var nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum á þessu. Ef hraðinn á því verður sambærilegur frönsk-íslensku orðabók þeirra ætti þeirra útgáfa að koma út árið 2027. Okkar á að birtast í ár,“ segir Sigurður.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira