Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 13:53 Harry Bretaprins er einn þeirra sem þjónaði herskyldu sinni í Afganistan. EPA/JOHN STILLWELL Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. Johnson staðfesti þetta við þingmenn á breska þinginu í dag en á síðastliðnum tuttugu árum hafa 457 breskir hermenn dáið í Afganistan. Þetta ákvað hann þrátt fyrir að talíbanar í Afganistan hafi sótt í sig veðrið á undanförnum misserum. Fréttastofa Guardian greinir frá. Bandaríkin hafa líka kallað herlið sitt heim og yfirgaf bandaríski herinn Bagram herstöðina í Afganistan snögglega fyrr í vikunni. Um 650 bandarískir hermenn munu þó verða eftir í Afganistan til að tryggja öryggi bandarískra embættismanna í landinu. Einhverjir breskir hermenn verða eftir til að starfa samhliða bandaríska herliðinu en ekki hefur verið tilkynnt hvað þeir verða margir. NATO-ríki hafa þegar tilkynnt að til standi að kalla herliðið heim en Johnson staðfesti í dag að allar hersveitir muni snúa aftur heim. Hann sagðist ekki geta gefið nákvæmar tímasetningar fyrir heimförunum vegna öryggisástæðna en bætti við: „Ég get sagt þinginu það að flestir manna okkar hafa þegar yfirgefið landið.“ Talið er að Talíbanar hafi stjórn á um helmingi landssvæðis í Afganistan en Sir Nick Carter, yfirmaður herafla Bretlands, sagði í dag að hann vonist til þess að friðarviðræður milli afganskra stjórnvalda og Talíbana fari fram á endanum. Breskar hersveitir hafa yfirgefið landið á sama tíma og bandarískar hersveitir, að tilskipan Joe Biden Bandaríkjaforseta, hafa snúið aftur heim. Breskir stjórnmálamenn, Johnson þar á meðal, hafa lýst yfir vilja til að vera áfram með herviðveru í Afganistan en talið er að þrýstingur Bidens um að yfirgefa landið hafi sett hersveitir NATO í bagalega stöðu, og hersveitir bandalagsins þurft að yfirgefa landið á sama tíma til að tryggja öryggi hermanna. Bretland Afganistan Tengdar fréttir Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Johnson staðfesti þetta við þingmenn á breska þinginu í dag en á síðastliðnum tuttugu árum hafa 457 breskir hermenn dáið í Afganistan. Þetta ákvað hann þrátt fyrir að talíbanar í Afganistan hafi sótt í sig veðrið á undanförnum misserum. Fréttastofa Guardian greinir frá. Bandaríkin hafa líka kallað herlið sitt heim og yfirgaf bandaríski herinn Bagram herstöðina í Afganistan snögglega fyrr í vikunni. Um 650 bandarískir hermenn munu þó verða eftir í Afganistan til að tryggja öryggi bandarískra embættismanna í landinu. Einhverjir breskir hermenn verða eftir til að starfa samhliða bandaríska herliðinu en ekki hefur verið tilkynnt hvað þeir verða margir. NATO-ríki hafa þegar tilkynnt að til standi að kalla herliðið heim en Johnson staðfesti í dag að allar hersveitir muni snúa aftur heim. Hann sagðist ekki geta gefið nákvæmar tímasetningar fyrir heimförunum vegna öryggisástæðna en bætti við: „Ég get sagt þinginu það að flestir manna okkar hafa þegar yfirgefið landið.“ Talið er að Talíbanar hafi stjórn á um helmingi landssvæðis í Afganistan en Sir Nick Carter, yfirmaður herafla Bretlands, sagði í dag að hann vonist til þess að friðarviðræður milli afganskra stjórnvalda og Talíbana fari fram á endanum. Breskar hersveitir hafa yfirgefið landið á sama tíma og bandarískar hersveitir, að tilskipan Joe Biden Bandaríkjaforseta, hafa snúið aftur heim. Breskir stjórnmálamenn, Johnson þar á meðal, hafa lýst yfir vilja til að vera áfram með herviðveru í Afganistan en talið er að þrýstingur Bidens um að yfirgefa landið hafi sett hersveitir NATO í bagalega stöðu, og hersveitir bandalagsins þurft að yfirgefa landið á sama tíma til að tryggja öryggi hermanna.
Bretland Afganistan Tengdar fréttir Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01
Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43