Fréttablaðið greinir frá þessu. Sigurvegarinn stálheppni, sem greint hefur verið frá að sé fjölskyldufaðir á fertugsaldri, vann annan vinning í lottóleiknum. Vegna kerfisbreytinga var vinningurinn um 1.200 milljónum hærri en annar vinningur hafði að jafnaði verið, þar sem þak hafði verið sett á upphæðina sem fyrsti vinningur gat verið.
Maðurinn keypti miðann á netinu og tölurnar voru meðal annars tengdar afmælisdögum fólks sem hann þekkir.