Um er að ræða árlega sölu á kótelettum á vegum Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í samstarfi við Mömmumat, SS og Kjarnafæði. Salan fer fram á laugardaginn á milli klukkan 13 og 16.
Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem fjármálaráðherra sést með svuntuna, en hann hefur vakið talsverða athygli fyrir áhuga sinn á bakstri.
Last night I decorated a #HeForShe cake and was very happy to present it to @phumzileunwomen this morning! pic.twitter.com/oO7Lwxrv8O
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 8, 2017
Tvöföld eftirvænting fyrir hátíðinni í ár
Kótelettan er nú haldin í ellefta skipti og er löngu orðin árviss viðburður. „Það er mikil eftirvænting í loftinu og það stefnir í frábæra hátíð. Við urðum við að fresta Kótelettunni í fyrra vegna Covid og því má segja að það sé tvöföld spenna fyrir hátíðinni nú,“ segir Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar.
Að sögn Einars hefur hátíðin aldrei verið glæsilegri. Á hátíðinni verður boðið upp á svokallað „BBQ festival“ þar sem hægt verður að kynna sér flottustu grillin og allt það besta á grillið, ásamt Stóru grillsýningunni.

Þá verður einnig boðið upp á fjölskylduhátíð þar sem Sveppi, Benedikt Búálfur, íþróttaálfurinn og Solla striða munu skemmta.
Loks verður boðið upp á „Music festival“ þar sem tónlistarmennirnir verða ekki af verri endanum, en meðal þeirra sem munu stíga á stokk eru Páll Óskar, Bríet, Herra Hnetusmjör, GDRN og Jói Pjé og Króli.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um herlegheitin hér.