Miður sín og biðst afsökunar fyrir hönd Handlæknastöðvarinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2021 18:30 Eiríkur Orri Guðmundsson er stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar. vísir/bjarni Stjórnarformaður handlæknastöðvarinnar er miður sín yfir máli læknis sem sviptur var læknaleyfi vegna fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða. Samstarfsmenn hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli. Hann biðst afsökunar fyrir hönd stöðvarinnar. Hannes Hjartarson, sem starfaði sem háls,nef- og eyrnalæknir á Handlæknastöðinni þar til í desember 2019, var sviptur starfsleyfi eftir umfangsmikla rannsókn embættis landlæknis á starfsháttum hans. Niðurstaða óháðra sérfræðinga var að hann hefði framkvæmt ónauðsynlegar skurðaðgerðir og einnig óeðlilega margar aðgerðir eða 53 ónefndar aðgerðir, á þriggja mánaða tímabili, á meðan aðrir læknar á sömu stofu gerðu núll til tvær aðgerðir. Málið gríðarlegt áfall „Þetta mál hefur verið okkur öllum gríðarlegt áfall þegar það kom upp og það voru allir miður sín yfir því að þetta skyldi hafa gerst,“ segir Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar. Eiríkur tilkynnti upphaflega um málið til Landlæknis eftir að hafa fengið kvartanir frá samstarfsfólki Hannesar. „Daginn eftir að ég fer á fund landlæknis þá er hann kallaður þangað og bara um leið hættir hann störfum hjá okkur,“ segir Eiríkur Orri. Heimildir fréttastofu herma að um sé að ræða ennisholuaðgerðir og skurðaðgerðir á nefi. Hann hafi beitt úreltum aðferðum í aðgerðum sínum sem hafi sumar aðeins tekið örfáar mínútur. Samkvæmt nútíma læknisfræði eigi slíkar aðgerðir að vera gerðar með sérstökum speglabúnaði, sem hann notaði ekki, og taka um klukkustunda. Aðgerðartíminn hafi vakið upp grunsemdir meðal samstarfsfélaga hans. Áfengisvandi meðal þess sem tilkynnt var um Handlæknastöðin rekur skurðstofur og leigir út aðstöðu til fjörutíu sérfræðinga. Eiríkur segir stöðina ekki bera ábyrgð á aðgerðum lækna sem þar starfa. „Þá er okkur engu að síður brugðið og bara fyrir hönd stöðvarinnar biðjumst afsökunar á því að þetta hafi gerst innan okkar veggja og undir okkar merkjum,“ segir Eiríkur. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins segir að Hannes hafi veikst alvarlega í apríl 2019 þegar hann hafi fengið krampa og/eða yfirlið. Heimildir fréttastofu herma að áfengisvandi hafi verið á meðal þess sem tilkynnt var til landlæknis. „Ef það er grunur um að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður glími við áfengisvanda ber bæði vinnuveitenda og heilbrigðisstarfsmanninum sjálfum skylda til að tilkynna það til landlæknis.“ Var það eitt af því sem var tilkynnt til landlæknis? „Ég get ekki sagt til um það,“ segir Eiríkur. Hannes ætlar ekki að tjá sig Í tilkynningu frá Hannesi segir að hann hafi móttekið úrskurð heilbrigðisráðuneytisins og muni fara yfir efni hans með lögmönnum sínum. Hann ætli ekki að tjá sig um efni úrskurðarins eða málið að öðru leyti í fjölmiðlum. Heilbrigðismál Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 9. júlí 2021 11:46 Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Hannes Hjartarson, sem starfaði sem háls,nef- og eyrnalæknir á Handlæknastöðinni þar til í desember 2019, var sviptur starfsleyfi eftir umfangsmikla rannsókn embættis landlæknis á starfsháttum hans. Niðurstaða óháðra sérfræðinga var að hann hefði framkvæmt ónauðsynlegar skurðaðgerðir og einnig óeðlilega margar aðgerðir eða 53 ónefndar aðgerðir, á þriggja mánaða tímabili, á meðan aðrir læknar á sömu stofu gerðu núll til tvær aðgerðir. Málið gríðarlegt áfall „Þetta mál hefur verið okkur öllum gríðarlegt áfall þegar það kom upp og það voru allir miður sín yfir því að þetta skyldi hafa gerst,“ segir Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar. Eiríkur tilkynnti upphaflega um málið til Landlæknis eftir að hafa fengið kvartanir frá samstarfsfólki Hannesar. „Daginn eftir að ég fer á fund landlæknis þá er hann kallaður þangað og bara um leið hættir hann störfum hjá okkur,“ segir Eiríkur Orri. Heimildir fréttastofu herma að um sé að ræða ennisholuaðgerðir og skurðaðgerðir á nefi. Hann hafi beitt úreltum aðferðum í aðgerðum sínum sem hafi sumar aðeins tekið örfáar mínútur. Samkvæmt nútíma læknisfræði eigi slíkar aðgerðir að vera gerðar með sérstökum speglabúnaði, sem hann notaði ekki, og taka um klukkustunda. Aðgerðartíminn hafi vakið upp grunsemdir meðal samstarfsfélaga hans. Áfengisvandi meðal þess sem tilkynnt var um Handlæknastöðin rekur skurðstofur og leigir út aðstöðu til fjörutíu sérfræðinga. Eiríkur segir stöðina ekki bera ábyrgð á aðgerðum lækna sem þar starfa. „Þá er okkur engu að síður brugðið og bara fyrir hönd stöðvarinnar biðjumst afsökunar á því að þetta hafi gerst innan okkar veggja og undir okkar merkjum,“ segir Eiríkur. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins segir að Hannes hafi veikst alvarlega í apríl 2019 þegar hann hafi fengið krampa og/eða yfirlið. Heimildir fréttastofu herma að áfengisvandi hafi verið á meðal þess sem tilkynnt var til landlæknis. „Ef það er grunur um að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður glími við áfengisvanda ber bæði vinnuveitenda og heilbrigðisstarfsmanninum sjálfum skylda til að tilkynna það til landlæknis.“ Var það eitt af því sem var tilkynnt til landlæknis? „Ég get ekki sagt til um það,“ segir Eiríkur. Hannes ætlar ekki að tjá sig Í tilkynningu frá Hannesi segir að hann hafi móttekið úrskurð heilbrigðisráðuneytisins og muni fara yfir efni hans með lögmönnum sínum. Hann ætli ekki að tjá sig um efni úrskurðarins eða málið að öðru leyti í fjölmiðlum.
Heilbrigðismál Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 9. júlí 2021 11:46 Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 9. júlí 2021 11:46
Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15