Myndin er óvenjuleg að því leyti að hún fór ekki aðeins í frumsýningu í kvikmyndahúsum heldur líka á streymisveitunni Disney+ og er fyrsta Marvel-myndin til að fara í frumsýningu þar. Myndinni gekk nokkuð vel á opnunarhelginni en talið er að mun fleiri hafi séð hana en sölutölur sýna.
Bíómiðar fyrir um 80 milljónir Bandaríkjadala, eða um 9,9 milljarða íslenskra króna, seldust í Bandaríkjunum og talið er að bíómiðar fyrir um 78 milljónir dala, eða um 9,7 milljarða króna, hafi selst annars staðar í heiminum.
Ekki nóg með það en Disney græddi um 60 milljónir dala í gegn um Disney+. Þegar það er brotið niður hafa um 2 milljónir Disney+ áskrifenda keypt aðgang að myndinni, fyrir 30 dollara, en líklegt er að mun fleiri hafi horft á myndina þannig.
Fréttaveitan Mashable segir þennan gróða benda til að áætlun Disney um að frumsýna myndir á streymisveitunni gangi sem skildi. Fyrirtækið græði mun meira á því að selja aðgang að myndum í gegn um streymisveituna en hjá kvikmyndahúsum og sé því líklegt að fyrirtækið muni halda þessu áfram: að selja aðgang að nýfrumsýndum kvikmyndum á streymisveitunni.
Hægt er að horfa á stikluna fyrir myndina í spilaranum hér að neðan.