Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum Sverrir Mar Smárason skrifar 13. júlí 2021 22:36 HK og Víkingur skiptu stigunum á milli sín í Kórnum í kvöld. Vísir/Daníel HK-ingar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í Kórinn í kvöld þegar liðin spiluðu bæði sinn tólfta leik í Pepsi-Max deild karla. Bæði lið þurftu á þrem stigum að halda, en markalaust jafntefli þýðir að liðin skipta stigunum bróðurlega á milli sín.HK-ingar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í Kórinn í kvöld þegar liðin spiluðu bæði sinn tólfta leik í Pepsi-Max deild karla. Með sigri gátu Víkingar minnkað forskot Vals á toppi deildarinnar niður í tvö stig en HK gátu komist að hlið FH í 10.sæti deildarinnar. Leikurinn var fjörugur frá upphafi til enda. HK byrjuðu mjög sterkt og sóttu að marki Víkinga en um miðjan fyrri hálfleik tóku Víkingarnir algjörlega yfir leikinn. Þeir lágu á vörn HK og spiluðu boltanum vel og hratt á milli sín á miðjum vellinum en komu sér ekki í nægilega góð færi. Nikolaj Hansen, sem hefur skorað tíu mörk í sumar, var í mikilli gæslu hjá hafsentum HK en hann slapp úr henni tvisvar í fyrri hálfleik. Í fyrra skiptið féll Martin Rauschenberg um sjálfan sig og Nikolaj fékk þá frían skalla fyrir framan mitt mark HK en náði ekki að stýra boltanum. Í það seinna var hann á undan Martin Rauschenberg inn í teig HK og Martin virtist toga Nikolaj niður en dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, taldi svo ekki vera. Víkingar reyndu nokkur skot að marki í fyrri hálfleik en ekkert þeirra hitti markið. Jafnt í hálfleik. Í síðari hálfleik gekk HK illa að halda boltanum og komast í ákjósanlegar stöður og Víkingarnir fengu að halda boltanum töluvert mikið. Víkingar náðu þó aldrei að skapa sér ákjósanleg færi, að mestu leyti er það Martin Rauschenberg og Guðmundi Júlíussyni að þakka en þeir stóðu vaktina virkilega vel í hjarta varnar HK í kvöld. Lítið marktækt gerðist í síðari hálfleik fyrr en í blálokin þegar Guðmundur Þór Júlíusson fékk besta færi HK í leiknum eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Marteinssyni. Guðmundur náði ekki að stýra boltanum á markið og framhjá fór hann. Áfram var þó mikill hraði og há ákefð í seinni hálfleiknum og greinilega mikið undir fyrir bæði lið á sitthvorum enda töflunnar. Lokatölur 0-0 og HK-ingar virtust ánægðari með stigið. Af hverju var jafntefli? Víkingar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en þeim tókst ekki að skapa sér almennilega færi. Á sama tíma var sókn HK svolítið týnd í leiknum en vörnin svo sannarlega til staðar og áttu sinn besta dag. Hverjir stóðu upp úr? Það voru klárlega hafsentar HK sem stóðu upp úr í kvöld. Martin Rauschenberg og Guðmundur Þór Júlíusson áttu samtals líklega 10 varin skot og 20 bolta skallaða frá auk annarra góðra verka á vellinum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur liðanna beggja í kvöld var ekki nægilega skarpur og skilvirkur. Liðunum gekk báðum illa að búa sér til góð marktækifæri. Víkingar fá meira last fyrir það í kvöld þar sem þeir stýrðu leiknum í 75 mínútur gegn botnliði og tókst samt ekki að skora. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fara HK norður sunnudaginn 18.júlí og spila við KA í leik sem er skráður á Greifavöllinn og yrði þá sá fyrsti sem er spilaður á Akureyri í ár. Víkingar fara hins vegar til Keflavíkur mánudaginn 19.júlí og halda áfram að reyna að minnka forystu Valsmanna á toppnum. Brynjar Björn Gunnarsson: Verðum að virða stigið Brynjar Björn, þjálfari HK, var þokkalega sáttur með stigið.Vísir/Bára „Mátulega sáttur, verðum að virða stigið. Þetta var lokaður leikur á báða bóga og bæði lið fengu fá færi. Við áttum góðan möguleika eftir horn í lokin. Mögulega eitt til tvö skipti þar sem hefði verið hægt að dæma víti fyrir okkur.“ sagði Brynjar Björn, þjálfari HK, í leikslok. Þegar Brynjar Björn var spurður hvort HK myndi styrkja hópinn í glugganum fyrir komandi átök sagði hann „Ég á ekki von á því en við erum að skoða tvö til þrjú nöfn sem eru þá erlendis, það er möguleiki en mér finnst það ólíklegt. Það fer eftir kostnaði, aðstæðum og hvað viðkomandi leikmenn hafa fram að færa fram yfir okkar leikmenn.“ Pepsi Max-deild karla HK Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugsson: Fórum of mikið að spila þeirra leik Víkingur Reykjavík gerði 0-0 jafntefli við HK í Kórnum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur í leikslok með að ná ekki að vinna en vildi þó virða stigið. 13. júlí 2021 21:55
HK-ingar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í Kórinn í kvöld þegar liðin spiluðu bæði sinn tólfta leik í Pepsi-Max deild karla. Bæði lið þurftu á þrem stigum að halda, en markalaust jafntefli þýðir að liðin skipta stigunum bróðurlega á milli sín.HK-ingar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í Kórinn í kvöld þegar liðin spiluðu bæði sinn tólfta leik í Pepsi-Max deild karla. Með sigri gátu Víkingar minnkað forskot Vals á toppi deildarinnar niður í tvö stig en HK gátu komist að hlið FH í 10.sæti deildarinnar. Leikurinn var fjörugur frá upphafi til enda. HK byrjuðu mjög sterkt og sóttu að marki Víkinga en um miðjan fyrri hálfleik tóku Víkingarnir algjörlega yfir leikinn. Þeir lágu á vörn HK og spiluðu boltanum vel og hratt á milli sín á miðjum vellinum en komu sér ekki í nægilega góð færi. Nikolaj Hansen, sem hefur skorað tíu mörk í sumar, var í mikilli gæslu hjá hafsentum HK en hann slapp úr henni tvisvar í fyrri hálfleik. Í fyrra skiptið féll Martin Rauschenberg um sjálfan sig og Nikolaj fékk þá frían skalla fyrir framan mitt mark HK en náði ekki að stýra boltanum. Í það seinna var hann á undan Martin Rauschenberg inn í teig HK og Martin virtist toga Nikolaj niður en dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, taldi svo ekki vera. Víkingar reyndu nokkur skot að marki í fyrri hálfleik en ekkert þeirra hitti markið. Jafnt í hálfleik. Í síðari hálfleik gekk HK illa að halda boltanum og komast í ákjósanlegar stöður og Víkingarnir fengu að halda boltanum töluvert mikið. Víkingar náðu þó aldrei að skapa sér ákjósanleg færi, að mestu leyti er það Martin Rauschenberg og Guðmundi Júlíussyni að þakka en þeir stóðu vaktina virkilega vel í hjarta varnar HK í kvöld. Lítið marktækt gerðist í síðari hálfleik fyrr en í blálokin þegar Guðmundur Þór Júlíusson fékk besta færi HK í leiknum eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Marteinssyni. Guðmundur náði ekki að stýra boltanum á markið og framhjá fór hann. Áfram var þó mikill hraði og há ákefð í seinni hálfleiknum og greinilega mikið undir fyrir bæði lið á sitthvorum enda töflunnar. Lokatölur 0-0 og HK-ingar virtust ánægðari með stigið. Af hverju var jafntefli? Víkingar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en þeim tókst ekki að skapa sér almennilega færi. Á sama tíma var sókn HK svolítið týnd í leiknum en vörnin svo sannarlega til staðar og áttu sinn besta dag. Hverjir stóðu upp úr? Það voru klárlega hafsentar HK sem stóðu upp úr í kvöld. Martin Rauschenberg og Guðmundur Þór Júlíusson áttu samtals líklega 10 varin skot og 20 bolta skallaða frá auk annarra góðra verka á vellinum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur liðanna beggja í kvöld var ekki nægilega skarpur og skilvirkur. Liðunum gekk báðum illa að búa sér til góð marktækifæri. Víkingar fá meira last fyrir það í kvöld þar sem þeir stýrðu leiknum í 75 mínútur gegn botnliði og tókst samt ekki að skora. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fara HK norður sunnudaginn 18.júlí og spila við KA í leik sem er skráður á Greifavöllinn og yrði þá sá fyrsti sem er spilaður á Akureyri í ár. Víkingar fara hins vegar til Keflavíkur mánudaginn 19.júlí og halda áfram að reyna að minnka forystu Valsmanna á toppnum. Brynjar Björn Gunnarsson: Verðum að virða stigið Brynjar Björn, þjálfari HK, var þokkalega sáttur með stigið.Vísir/Bára „Mátulega sáttur, verðum að virða stigið. Þetta var lokaður leikur á báða bóga og bæði lið fengu fá færi. Við áttum góðan möguleika eftir horn í lokin. Mögulega eitt til tvö skipti þar sem hefði verið hægt að dæma víti fyrir okkur.“ sagði Brynjar Björn, þjálfari HK, í leikslok. Þegar Brynjar Björn var spurður hvort HK myndi styrkja hópinn í glugganum fyrir komandi átök sagði hann „Ég á ekki von á því en við erum að skoða tvö til þrjú nöfn sem eru þá erlendis, það er möguleiki en mér finnst það ólíklegt. Það fer eftir kostnaði, aðstæðum og hvað viðkomandi leikmenn hafa fram að færa fram yfir okkar leikmenn.“
Pepsi Max-deild karla HK Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugsson: Fórum of mikið að spila þeirra leik Víkingur Reykjavík gerði 0-0 jafntefli við HK í Kórnum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur í leikslok með að ná ekki að vinna en vildi þó virða stigið. 13. júlí 2021 21:55
Arnar Gunnlaugsson: Fórum of mikið að spila þeirra leik Víkingur Reykjavík gerði 0-0 jafntefli við HK í Kórnum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur í leikslok með að ná ekki að vinna en vildi þó virða stigið. 13. júlí 2021 21:55
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti