Ingólfur verði að bæta sér upp auraleysið annars staðar: „Hjá mér fær hann ekki krónu með gati“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. júlí 2021 20:22 Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna kæru sem honum barst vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Facebook Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn af þeim fimm sem Ingólfur Þórarinsson hefur kært vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu, segist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði. Hann biðst ekki afsökunar á neinu og segir gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um ræði hið ljótasta mál. Þetta segir Sindri í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld. „Mér ofbauð algjörlega sú eitraða gerendameðvirkni sem þar logaði og sú staðreynd að gítargalmur poppara virðist mörgum meira virði en skelfilegar sögur tuga þolenda. Kannski ekki nema von þar sem þolendurnir eru, eftir því sem við best vitum, konur og samfélagið hefur lengi sett tilfinningar og ásýnd karla skör hærra en líf og heilsu kvenna,“ segir í yfirlýsingunni. Sindri rekur atburðarásina sem átti sér stað á samfélagsmiðlum í kringum mál Ingólfs. Tugir kvenna hefðu lýst því hvernig þær höfðu á sínum yngri árum verið varaðar við honum og hans hegðun. Þá hafi starfsfólk félagsmiðstöðva lýst því yfir hvernig tekin hefði verið ákvörðun um að ráða Ingólf ekki á skemmtanir vegna óviðeigandi hegðunar hans. „Ég veit að ég get verið bölvaður ruddi. Gamall kraftlyftingagaur, boxari og þungarokkari sem lærði að rífa kjaft áður en ég lærði almennilega að tala. Það gleður mig því ómælanlega að nú þegar ég verð loksins látinn standa í dómssal vegna einhvers sem ég sagði þá er það eitthvað sem ég stend heilshugar við, í baráttu sem ég verð ævinlega stoltur af að hafa ljáð krafta mína og er hvergi nærri hættur.“ „Ég er hræddur um að Ingólfur verði að bæta sér upp auraleysið annars staðar en í mínum vösum. Hjá mér fær hann ekki krónu með gati. Komi það sem koma kann, ég mæti spenntur!“ Þá ítrekar Sindri að hann biðjist ekki afsökunar á neinu sem hann hefur látið út úr sér varðandi mál Ingólfs. Hann segir óþokkabragð að kæra til lögreglu í þeirri von að afhjúpa konur sem hræddar hafi tjáð sig um gróft ofbeldi undir nafni og rifið upp misgróin sár sín í von um að koma öðrum til varnar. „Ég vona innilega að Ingólfur beri einhvern tímann gæfu til að skammast sín rækilega fyrir það.“ Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Segir framferði Ingó sérkennilegt og að blaðið standi við fréttina Ritstjóri Fréttablaðsins segir framferði Ingólfs Þórarinssonar, sem hefur krafið blaðamenn um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna ummæla um hann, sérkennilegt. Blaðið standi við fréttina. 14. júlí 2021 18:08 Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta segir Sindri í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld. „Mér ofbauð algjörlega sú eitraða gerendameðvirkni sem þar logaði og sú staðreynd að gítargalmur poppara virðist mörgum meira virði en skelfilegar sögur tuga þolenda. Kannski ekki nema von þar sem þolendurnir eru, eftir því sem við best vitum, konur og samfélagið hefur lengi sett tilfinningar og ásýnd karla skör hærra en líf og heilsu kvenna,“ segir í yfirlýsingunni. Sindri rekur atburðarásina sem átti sér stað á samfélagsmiðlum í kringum mál Ingólfs. Tugir kvenna hefðu lýst því hvernig þær höfðu á sínum yngri árum verið varaðar við honum og hans hegðun. Þá hafi starfsfólk félagsmiðstöðva lýst því yfir hvernig tekin hefði verið ákvörðun um að ráða Ingólf ekki á skemmtanir vegna óviðeigandi hegðunar hans. „Ég veit að ég get verið bölvaður ruddi. Gamall kraftlyftingagaur, boxari og þungarokkari sem lærði að rífa kjaft áður en ég lærði almennilega að tala. Það gleður mig því ómælanlega að nú þegar ég verð loksins látinn standa í dómssal vegna einhvers sem ég sagði þá er það eitthvað sem ég stend heilshugar við, í baráttu sem ég verð ævinlega stoltur af að hafa ljáð krafta mína og er hvergi nærri hættur.“ „Ég er hræddur um að Ingólfur verði að bæta sér upp auraleysið annars staðar en í mínum vösum. Hjá mér fær hann ekki krónu með gati. Komi það sem koma kann, ég mæti spenntur!“ Þá ítrekar Sindri að hann biðjist ekki afsökunar á neinu sem hann hefur látið út úr sér varðandi mál Ingólfs. Hann segir óþokkabragð að kæra til lögreglu í þeirri von að afhjúpa konur sem hræddar hafi tjáð sig um gróft ofbeldi undir nafni og rifið upp misgróin sár sín í von um að koma öðrum til varnar. „Ég vona innilega að Ingólfur beri einhvern tímann gæfu til að skammast sín rækilega fyrir það.“
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Segir framferði Ingó sérkennilegt og að blaðið standi við fréttina Ritstjóri Fréttablaðsins segir framferði Ingólfs Þórarinssonar, sem hefur krafið blaðamenn um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna ummæla um hann, sérkennilegt. Blaðið standi við fréttina. 14. júlí 2021 18:08 Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Segir framferði Ingó sérkennilegt og að blaðið standi við fréttina Ritstjóri Fréttablaðsins segir framferði Ingólfs Þórarinssonar, sem hefur krafið blaðamenn um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna ummæla um hann, sérkennilegt. Blaðið standi við fréttina. 14. júlí 2021 18:08
Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52