Hafnarfjarðarbær hyggst gefa nýburum krúttkörfur Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júlí 2021 22:47 Hafnarfjarðarbær mun gefa nýburum svokallaða krúttkörfu frá og með haustinu. Í henni verður að finna helstu nauðsynjar fyrir barnið fyrstu dagana. Stöð 2 Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til. Hugmyndin byggir á finnskri fyrirmynd en þar geta foreldrar fengið veglegan barnsburðarpakka sem inniheldur nær allt sem ung börn þurfa fyrstu mánuðina, sængur og sængurföt, bleyjur, sokka, smekki, galla, húfur, föt og þannig mætti lengi telja. Foreldrarnir sjálfir fá krem, getnaðarvarnir, tíðarvörur og fleira. En þeir sem ekki vilja pakkann geta fengið um hundrað og sjötíu evrur eða um tuttugu og fimm þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær hefur tekið hugmyndina upp en þar er í bígerð svonefnd krúttkarfa sem glænýir bæjarbúar fá að gjöf. „Okkur langar að taka á móti nýjum íbúum með kannski táknrænni hætti en verið hefur. Það er að segja að gefa eða láta nýja íbúa hafa körfu með nytsamlegum og eigulegum hlutum og góðum ráðum fyrir okkur foreldrana, afar og ömmur og aðstandendur,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.Stöð 2 Markmiðið að taka vel á móti nýjum íbúum Hugmyndin hefur áður skotið upp kollinum hér á landi og var þingsályktunartillaga þess efnis lögð fram á Alþingi árið 2015 sem þó náði ekki fram að ganga. Þá hafa nýfædd börn í Reykhólahreppi fengið vöggugjöf frá sveitarfélaginu, en þar var markmiðið að hvetja til frjósemi. „Hugsunin er sú sama, að taka vel á móti nýjum íbúum og það er það sem við erum að gera með því að fara í þessa vinnu hér í Hafnarfirði.“ Ágúst segir að þó krúttkarfan sé ekki eins vegleg og hjá frændum okkar Finnum, þá verði í henni ýmsir nytsamlegir hlutir. „Þetta verður eitthvað sem að börnin geta svona notað á fyrstu dögum. Það verður húfa, samfella, smekkur og jafnvel einhver góð bók.“ Hann vill hins vegar ekki svipta hulunni alfarið af innihaldi kassans alveg strax. „Ég vonast til þess að við getum afhent fyrsta kassann núna í september, október.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Hugmyndin byggir á finnskri fyrirmynd en þar geta foreldrar fengið veglegan barnsburðarpakka sem inniheldur nær allt sem ung börn þurfa fyrstu mánuðina, sængur og sængurföt, bleyjur, sokka, smekki, galla, húfur, föt og þannig mætti lengi telja. Foreldrarnir sjálfir fá krem, getnaðarvarnir, tíðarvörur og fleira. En þeir sem ekki vilja pakkann geta fengið um hundrað og sjötíu evrur eða um tuttugu og fimm þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær hefur tekið hugmyndina upp en þar er í bígerð svonefnd krúttkarfa sem glænýir bæjarbúar fá að gjöf. „Okkur langar að taka á móti nýjum íbúum með kannski táknrænni hætti en verið hefur. Það er að segja að gefa eða láta nýja íbúa hafa körfu með nytsamlegum og eigulegum hlutum og góðum ráðum fyrir okkur foreldrana, afar og ömmur og aðstandendur,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.Stöð 2 Markmiðið að taka vel á móti nýjum íbúum Hugmyndin hefur áður skotið upp kollinum hér á landi og var þingsályktunartillaga þess efnis lögð fram á Alþingi árið 2015 sem þó náði ekki fram að ganga. Þá hafa nýfædd börn í Reykhólahreppi fengið vöggugjöf frá sveitarfélaginu, en þar var markmiðið að hvetja til frjósemi. „Hugsunin er sú sama, að taka vel á móti nýjum íbúum og það er það sem við erum að gera með því að fara í þessa vinnu hér í Hafnarfirði.“ Ágúst segir að þó krúttkarfan sé ekki eins vegleg og hjá frændum okkar Finnum, þá verði í henni ýmsir nytsamlegir hlutir. „Þetta verður eitthvað sem að börnin geta svona notað á fyrstu dögum. Það verður húfa, samfella, smekkur og jafnvel einhver góð bók.“ Hann vill hins vegar ekki svipta hulunni alfarið af innihaldi kassans alveg strax. „Ég vonast til þess að við getum afhent fyrsta kassann núna í september, október.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira