Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 10:17 Ingólfur Þórarinson hefur nú krafið sex manns um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna ummæla um hann á netinu. Vísir/Vilhelm Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. Fyrir hafði Ingólfur sent fimm samskonar bréf, þar sem hann krefur jafnmarga einstaklinga um samtals á annan tug milljóna í miskabætur vegna ummælanna sem lögmaður hans segir ærumeiðandi. Þá eru einstaklingarnir jafnframt krafðir um afsökunarbeiðni. Fréttablaðið greinir frá því í gær að umrætt sjötta kröfubréf sé stílað á Silju Björk Björnsdóttur rithöfund og rekstrarstjóra vegna eftirfarandi ummæla hennar á Twitter frá 14. júlí. „Ókei mér finnst geggjað að Halli bjóðist til að aðstoða þessa kvenskörunga fjárhagslega en....erum við samt ekki ÖLL sammála því að við erum ekki að fara að moka peningum í barnaníðing og nauðgara??“ Vísir hefur ekki náð tali af Silju Björk í morgun en hún segir við Fréttablaðið að hún hafi ekki séð bréfið. Þá telji hún tístið sett fram á hlutlausan hátt og bendir á að enginn sé þar nefndur á nafn, fyrir utan Harald Þorleifsson frumkvöðul sem boðist hefur til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Þau fimm sem áður höfðu fengið kröfubréf eru Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, Edda Falak, viðskiptafræðingur og aktívisti, og Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður á DV. Mál Ingólfs Þórarinssonar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. 16. júlí 2021 11:37 „Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. 15. júlí 2021 15:01 Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Fyrir hafði Ingólfur sent fimm samskonar bréf, þar sem hann krefur jafnmarga einstaklinga um samtals á annan tug milljóna í miskabætur vegna ummælanna sem lögmaður hans segir ærumeiðandi. Þá eru einstaklingarnir jafnframt krafðir um afsökunarbeiðni. Fréttablaðið greinir frá því í gær að umrætt sjötta kröfubréf sé stílað á Silju Björk Björnsdóttur rithöfund og rekstrarstjóra vegna eftirfarandi ummæla hennar á Twitter frá 14. júlí. „Ókei mér finnst geggjað að Halli bjóðist til að aðstoða þessa kvenskörunga fjárhagslega en....erum við samt ekki ÖLL sammála því að við erum ekki að fara að moka peningum í barnaníðing og nauðgara??“ Vísir hefur ekki náð tali af Silju Björk í morgun en hún segir við Fréttablaðið að hún hafi ekki séð bréfið. Þá telji hún tístið sett fram á hlutlausan hátt og bendir á að enginn sé þar nefndur á nafn, fyrir utan Harald Þorleifsson frumkvöðul sem boðist hefur til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Þau fimm sem áður höfðu fengið kröfubréf eru Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, Edda Falak, viðskiptafræðingur og aktívisti, og Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður á DV.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. 16. júlí 2021 11:37 „Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. 15. júlí 2021 15:01 Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. 16. júlí 2021 11:37
„Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. 15. júlí 2021 15:01
Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04