Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 13:45 Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, greindist smitaður af Covid-19 í morgun. EPA-EFE/VICKIE FLORES Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. „Ég greindist smitaður af Covid í morgun. Ég bíð eftir niðurstöðum úr PCR prófi en er þakklátur fyrir að vera bólusettur og að einkenni mín séu væg,“ skrifar Javid í tístinu. Javid fékk niðurstöðuna eftir að hafa farið í einkennasýnatöku en hann hafði verið eitthvað slappur undanfarna daga. Hann er nú í einangrun á heimili sínu ásamt fjölskyldu sinni. Javid hefur ekki sinnt starfi heilbrigðisráðherra lengi en hann var gerður að heilbrigðisráðherra í síðast mánuði eftir að forveri hans, Matt Hancock, sagði af sér í kjölfar þess að myndband, þar sem hann sést kyssa aðstoðarkonu sína Gina Coladangelo á skriftofu sinni, leit dagsins ljós. Í myndbandinu sést Hancock brjóta Covid-reglurnar sem hann setti sjálfur. Í tístinu hvetur Javid alla sem hafa ekki verið bólusettir gegn Covid-19 til að grípa tækifærið og mæta í bólusetningu. „Ég vil líka grípa þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið þátt í bólusetningarátakinu okkar, sem er sannarlega það besta af sinni gerð í öllum heiminum,“ segir Javid. „Ef þú hefur enn ekki verið bólusettur skaltu flýta þér og fara í bólusetningu eins fljótt og þér er unnt. Og ef þú ert eins og ég, og þú ert smá slappur og telur þig hafa komist í návígi við einhvern smitaðan skaltu drífa þig í einkennasýnatöku.“ This morning I tested positive for Covid. I m waiting for my PCR result, but thankfully I have had my jabs and symptoms are mild.Please make sure you come forward for your vaccine if you haven t already. pic.twitter.com/NJYMg2VGzT— Sajid Javid (@sajidjavid) July 17, 2021 Í gær greindust 50 þúsund smitaðir af kórónuveirunni á Bretlandseyjum, en svo margir hafa ekki greinst á einum degi síðan í janúar. Það þýðir að einn af hverju 95 í Englandi eru smitaðir af veirunni þessa stundina. Þrátt fyrir þetta munu afléttingar á takmörkunum taka gildi á mánudag en meira en þúsund heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn hafa gagnrýnt Boris Johnson forsætisráðherra fyrir þá ákvörðun. Þeir hafa kallað afléttingarnar „hættulega tilraun.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29 Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31 Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
„Ég greindist smitaður af Covid í morgun. Ég bíð eftir niðurstöðum úr PCR prófi en er þakklátur fyrir að vera bólusettur og að einkenni mín séu væg,“ skrifar Javid í tístinu. Javid fékk niðurstöðuna eftir að hafa farið í einkennasýnatöku en hann hafði verið eitthvað slappur undanfarna daga. Hann er nú í einangrun á heimili sínu ásamt fjölskyldu sinni. Javid hefur ekki sinnt starfi heilbrigðisráðherra lengi en hann var gerður að heilbrigðisráðherra í síðast mánuði eftir að forveri hans, Matt Hancock, sagði af sér í kjölfar þess að myndband, þar sem hann sést kyssa aðstoðarkonu sína Gina Coladangelo á skriftofu sinni, leit dagsins ljós. Í myndbandinu sést Hancock brjóta Covid-reglurnar sem hann setti sjálfur. Í tístinu hvetur Javid alla sem hafa ekki verið bólusettir gegn Covid-19 til að grípa tækifærið og mæta í bólusetningu. „Ég vil líka grípa þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið þátt í bólusetningarátakinu okkar, sem er sannarlega það besta af sinni gerð í öllum heiminum,“ segir Javid. „Ef þú hefur enn ekki verið bólusettur skaltu flýta þér og fara í bólusetningu eins fljótt og þér er unnt. Og ef þú ert eins og ég, og þú ert smá slappur og telur þig hafa komist í návígi við einhvern smitaðan skaltu drífa þig í einkennasýnatöku.“ This morning I tested positive for Covid. I m waiting for my PCR result, but thankfully I have had my jabs and symptoms are mild.Please make sure you come forward for your vaccine if you haven t already. pic.twitter.com/NJYMg2VGzT— Sajid Javid (@sajidjavid) July 17, 2021 Í gær greindust 50 þúsund smitaðir af kórónuveirunni á Bretlandseyjum, en svo margir hafa ekki greinst á einum degi síðan í janúar. Það þýðir að einn af hverju 95 í Englandi eru smitaðir af veirunni þessa stundina. Þrátt fyrir þetta munu afléttingar á takmörkunum taka gildi á mánudag en meira en þúsund heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn hafa gagnrýnt Boris Johnson forsætisráðherra fyrir þá ákvörðun. Þeir hafa kallað afléttingarnar „hættulega tilraun.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29 Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31 Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29
Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31
Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent