Sjálfsfróunarummæli falla ekki í kramið í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2021 07:44 Moon Jae In, forseti Suður-Kóreu. EPA/YONHAP Erfiðlega gengur að halda fyrsta fund núverandi leiðtoga Japans og Suður-Kóreu. Til stóð að Moon Jae In, forseti Suður-Kóreu, ferðaðist til Japans í vikunni en sú ferð er í óvissu vegna ummæla japansks erindreka. Hirohisa Soma, sem er hátt settur erindreki í sendiráði Japans í Suður-Kóreu, sagði í viðtali að viðleitni Moons til að bæta samskipti Japans og Suður-Kóreu væri hægt að líkja við „sjálfsfróun“. Hann sagði að yfirvöld í Japan hefðu ekki tíma til að sýna samskiptum ríkjanna þann áhuga sem ráðamenn í Suður-Kóreu vildu. Samkvæmt Yonhap-fréttaveitunni í Suður-Kóreu, stóð til að Moon færi til Japans á föstudaginn að fylgjast með Ólympíuleikunum og hitta Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans í fyrsta sinn. Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans.EPA/NICOLAS DATICHE Nú er óljóst hvort Moon muni fara og segja embættismenn í Suður-Kóreu að viðræður um ferðina eiga sér stað. Yonhap segir kannanir sýna að almenningur í Suður-Kóreu er andvígur því að Moon fari til Japans. Samband ríkjanna hefur ekki verið gott undanfarið og má að miklu leyti rekja það til deilna um bótagreiðslur vegna ódæða í hernámi Japans á Suður-Kóreu frá 1910 til 1945. Þær deilur eru meðal þess sem Moon og Suga ætluðu að ræða sín á milli á föstudaginn. Reuters segir að ráðamenn í Japan ætli að flytja Soma, þann sem líkti viðleitni Moon við sjálfsfróun, í starfi. Hann mun einnig hafa verið ávíttur fyrir ummælin. Uppfært 8:18 - Moon hefur hætt við ferðina. Suður-Kórea Japan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Hirohisa Soma, sem er hátt settur erindreki í sendiráði Japans í Suður-Kóreu, sagði í viðtali að viðleitni Moons til að bæta samskipti Japans og Suður-Kóreu væri hægt að líkja við „sjálfsfróun“. Hann sagði að yfirvöld í Japan hefðu ekki tíma til að sýna samskiptum ríkjanna þann áhuga sem ráðamenn í Suður-Kóreu vildu. Samkvæmt Yonhap-fréttaveitunni í Suður-Kóreu, stóð til að Moon færi til Japans á föstudaginn að fylgjast með Ólympíuleikunum og hitta Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans í fyrsta sinn. Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans.EPA/NICOLAS DATICHE Nú er óljóst hvort Moon muni fara og segja embættismenn í Suður-Kóreu að viðræður um ferðina eiga sér stað. Yonhap segir kannanir sýna að almenningur í Suður-Kóreu er andvígur því að Moon fari til Japans. Samband ríkjanna hefur ekki verið gott undanfarið og má að miklu leyti rekja það til deilna um bótagreiðslur vegna ódæða í hernámi Japans á Suður-Kóreu frá 1910 til 1945. Þær deilur eru meðal þess sem Moon og Suga ætluðu að ræða sín á milli á föstudaginn. Reuters segir að ráðamenn í Japan ætli að flytja Soma, þann sem líkti viðleitni Moon við sjálfsfróun, í starfi. Hann mun einnig hafa verið ávíttur fyrir ummælin. Uppfært 8:18 - Moon hefur hætt við ferðina.
Suður-Kórea Japan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira