Dauðsföll á Indlandi séu fleiri en opinberar tölur sýna Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2021 08:01 Fólk hefur verið feimið við sýnatökur á Indlandi í faraldrinum. Satish Bate/Getty Ný rannsókn bendir til þess að dauðsföll af völdum Covid 19 á Indlandi hafi verið gróflega vanáætluð. Í rannsókninni, sem gerð er af bandarísku stofnuninni Center for Global Development er því haldið fram að umframdauðsföll á Indlandi frá upphafi faraldurs og fram í miðjan júní á þessu ári séu fjórar milljónir. Með umframdauðsföllum er átt við fjölda þeirra sem létu lífið umfram það sem gerist í meðal ári. Opinberar tölur stjórnvalda á Indlandi halda því hinsvegar fram að þar hafi aðeins 414 þúsund dáið af völdum veirunnar. Skýrsluhöfundar segja ekki hægt að fullyrða um að heildartala þeirra sem dóu úr Covid sé fjórar milljónir, en umframdauðsföllin bendi ótvírætt til þess að tölur stjórnvalda séu gróflega vanáætlaðar. Dánartíðni er ekki óvenjulega lág í raun Samkvæmt opinberum tölum stjórnvalda í Indlandi er dánartíðni af völdum Covid-19 á Indlandi með þeim lægstu í heiminum. Arvind Subramanian, einn höfunda rannsóknarinnar, segir í samtali við The Guardian að rannsóknin leiði í ljós að Indland sé ekki með óvenjulega lága dánartíðni í raun og veru. Hann segir jafnframt að mikilvægt sé að komast að nákvæmri niðurstöðu um það hversu margir hafi látist í faraldrinum. „Hvernig getum við haft grunnþekkingu á áhrifum Covid án þess að vita hversu margir létust og hvar?“ veltir Subramanian fyrir sér. Smitskömm er að einhverju leiti að kenna Fréttaritari The Guardian á Indlandi segir smitskömm hafi komið í veg fyrir að margir hafi farið í sýnatöku vegna Covid-19 og því hafi mörg dauðsföll ekki verið skráð sem skyldi. Hún segir þó einnig að eftir þrýsting frá almenningi hafi nokkur héröð á Indlandi uppfært tölur yfir dauðsföll sem hafi snarhækkað opinbera tölu yfir dauðsföll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Með umframdauðsföllum er átt við fjölda þeirra sem létu lífið umfram það sem gerist í meðal ári. Opinberar tölur stjórnvalda á Indlandi halda því hinsvegar fram að þar hafi aðeins 414 þúsund dáið af völdum veirunnar. Skýrsluhöfundar segja ekki hægt að fullyrða um að heildartala þeirra sem dóu úr Covid sé fjórar milljónir, en umframdauðsföllin bendi ótvírætt til þess að tölur stjórnvalda séu gróflega vanáætlaðar. Dánartíðni er ekki óvenjulega lág í raun Samkvæmt opinberum tölum stjórnvalda í Indlandi er dánartíðni af völdum Covid-19 á Indlandi með þeim lægstu í heiminum. Arvind Subramanian, einn höfunda rannsóknarinnar, segir í samtali við The Guardian að rannsóknin leiði í ljós að Indland sé ekki með óvenjulega lága dánartíðni í raun og veru. Hann segir jafnframt að mikilvægt sé að komast að nákvæmri niðurstöðu um það hversu margir hafi látist í faraldrinum. „Hvernig getum við haft grunnþekkingu á áhrifum Covid án þess að vita hversu margir létust og hvar?“ veltir Subramanian fyrir sér. Smitskömm er að einhverju leiti að kenna Fréttaritari The Guardian á Indlandi segir smitskömm hafi komið í veg fyrir að margir hafi farið í sýnatöku vegna Covid-19 og því hafi mörg dauðsföll ekki verið skráð sem skyldi. Hún segir þó einnig að eftir þrýsting frá almenningi hafi nokkur héröð á Indlandi uppfært tölur yfir dauðsföll sem hafi snarhækkað opinbera tölu yfir dauðsföll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira