Selfyssingar greyndu frá þessu á Instagram síðu félagsins í gær, en Friedrichs, sem er 23 ára, getur leyst bæði stöðu bakvarðar og kantmannst báðum megin á vellinum.
Friedrichs kemur frá tékkneska liðinu FC Slovácko þar sem hún lék á seinustu leiktíð. Þar áður lék hún með liði VCU Rams í bandaríska háskólaboltanum.
Bergrós Ásgeirsdóttir er á leið út fyrir landsteinana næstu mánaðarmót og er Friedrichs ætlað að fylla hennar skarð í toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar, þar sem Selfyssingar sitja í þriðja sæti.

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.