Segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 18:31 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er kominn aftur til starfa eftir smá frí. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra. Hann hefur áhyggjur af því hve illa gengur að hemja smitin sem nú séu komin út um allt land og finnast í öllum aldurshópum. 88 greindust smitaðir innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. Illa gengur að ná utan um smitin. „Nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar í samfélaginu og um allt land og við höfum ekki séð það áður með þessum hætti í faraldrinum þannig það eitt og séð er hluti af þessum áhyggjum sem við höfum.“ Smit í öllum aldurshópum Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. Sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Að hámarki tvö hundruð mega koma saman, eins metra fjarlægðarregla er í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð. Sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra fjarlægðarreglu í sumum tilvikum í minnisblaði sem hann sendi heilbrigðisráðherra en ríkisstjórnin ákvað að fjarlægð yrði bundin við einn metra. Víðir segir að tölfræði sýni mun á hömlun smita þegar fjarlægðartakmörk eru bundin við tvo metra en einn. Meiri vörn í tveimur metrum Nú hefur bæði verið eins metra og tveggja metra regla í gildi hér á landi. Er munur á þessum reglum með tilliti til árangurs og hömlunar smita? „Já tölfræði sem menn voru að taka saman í fyrrsa sumar þegar við vorum með eins metra regluna að þá töldu menn sjá mun á því að smitum hefði fjölgað við það og svo dregið úr þeim við tveggja metra regluna.“ „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu og það er töluvert meiri vörn í tveimur metrum en einum. Man ekki tölfræðina á milli en þetta hefur verið rannsakað og það er töluvert meiri vörn með þessum auka metra.“ Sárvantar starfsfólk Yfir 130 manns eru í einangrun í farsóttarhúsum Rauða krossins. Staðan þar er mjög þung að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns, en farsóttarhúsin tvö eru orðin full og unnið að því að opna það þriðja í kvöld. Það strandar þó meðal annars á því að það sárvantar starfsfólk. Gylfi segir að smitaðir séu í biðstöðu heima hjá sér á meðan unnið er úr málum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
88 greindust smitaðir innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. Illa gengur að ná utan um smitin. „Nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar í samfélaginu og um allt land og við höfum ekki séð það áður með þessum hætti í faraldrinum þannig það eitt og séð er hluti af þessum áhyggjum sem við höfum.“ Smit í öllum aldurshópum Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. Sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Að hámarki tvö hundruð mega koma saman, eins metra fjarlægðarregla er í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð. Sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra fjarlægðarreglu í sumum tilvikum í minnisblaði sem hann sendi heilbrigðisráðherra en ríkisstjórnin ákvað að fjarlægð yrði bundin við einn metra. Víðir segir að tölfræði sýni mun á hömlun smita þegar fjarlægðartakmörk eru bundin við tvo metra en einn. Meiri vörn í tveimur metrum Nú hefur bæði verið eins metra og tveggja metra regla í gildi hér á landi. Er munur á þessum reglum með tilliti til árangurs og hömlunar smita? „Já tölfræði sem menn voru að taka saman í fyrrsa sumar þegar við vorum með eins metra regluna að þá töldu menn sjá mun á því að smitum hefði fjölgað við það og svo dregið úr þeim við tveggja metra regluna.“ „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu og það er töluvert meiri vörn í tveimur metrum en einum. Man ekki tölfræðina á milli en þetta hefur verið rannsakað og það er töluvert meiri vörn með þessum auka metra.“ Sárvantar starfsfólk Yfir 130 manns eru í einangrun í farsóttarhúsum Rauða krossins. Staðan þar er mjög þung að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns, en farsóttarhúsin tvö eru orðin full og unnið að því að opna það þriðja í kvöld. Það strandar þó meðal annars á því að það sárvantar starfsfólk. Gylfi segir að smitaðir séu í biðstöðu heima hjá sér á meðan unnið er úr málum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira