Listi Miðflokksins fær blendnar viðtökur: „Þar skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 10:56 Hér má sjá listann sem var samþykktur á félagsfundi kjördæmisins í gær. Miðflokkurinn Nýsamþykktur framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur vakið nokkra athygli og vafalaust komið mörgum talsvert á óvart. Enginn annar listi frá flokknum hefur fengið eins mikil viðbrögð á Facebook-síðu hans, þar sem listarnir eru kynntir, og er hann jafnframt sá eini sem hefur hlotið neikvæðar viðtökur meðal stuðningsmanna flokksins á þeim miðli. Þegar flokkurinn hefur birt lista sína á Facebook hafa þeir hingað til vakið lítil viðbrögð – aðeins fengið nokkrar jákvæðar athugasemdir, hamingjuóskir og baráttukveðjur fyrir kosningarnar. Það kvað við annan tón í gær þegar flokkurinn birti efstu sætin í Reykjavík suður því ásamt hinum hefðbundnu hamingjuóskum dyggra stuðningsmanna má finna afar harða gagnrýni á listann. Ljóst er af athugasemdunum að mörgum þykir Miðflokkurinn hér róa á heldur frjálslynd mið, með konu í oddvitasæti, samtals fjórar konur í efstu sex sætunum og tvær þeirra af erlendum uppruna. „Nei takk kýs ekki saumaklúbb,“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins til dæmis á Facebook. Sama staða er uppi í Reykjavík norður hjá flokknum; fjórar konur í efstu sex sætunum og kona sem leiðir listann. Þegar sá listi var kynntur fyrr í mánuðinum vakti hann þó engan vegin eins mikil viðbrögð og listinn í suðri. „Ekki hægt að kjósa flokk sem velur ekki hæfileika, heldur kyn. Sýnist þetta fólk ekki til stórræða, aldrei séð það áður,“ skrifar einn við færsluna. Fyrir honum virðist listinn í Reykjavík suður vera dropinn sem fyllti mælinn: „Það sama á við um aðra lista Miðflokks, allt óþekkt fólk nema formaðurinn sjálfur. Þarna skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn!“ „Er þetta einhver nýr flokkur?“ Það er Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, sem leiðir listann í Reykjavík suður. Í öðru sætinu situr Danith Chan, gjaldkeri Miðflokksins í kraganum, en eiginmaður hennar, Sveinn Óskar Sigurðsson, er oddviti flokksins í Mosfellsbæ. „Hahaha SDG [Sigmundur Davíð Gunnlaugsson] að reyna að breyta Miðflokknum í Kvennalistann til að eiga sjens í að ná inn manni/konu eftir að kannanir sýna að flokkurinn er að þurrkast út….“ skrifar einn við færsluna á Facebook. Miðflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í borginni en hann náði aðeins inn einum manni á þing í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum, Þorsteini B. Sæmundssyni í suðri. Hann tapaði baráttunni um oddvitasæti fyrir komandi kosningar fyrir Fjólu Hrund í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í kjördæminu um helgina og er því á leið af þingi. „Hendið út reynslumanni með kjörþokka, nei takk!“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins á Facebook sem virðist sakna þingmannsins. „Er þetta einhver nýr flokkur?“ spyr annar. „Miðflokkurinn rær á gruggug mið, eins og hinir flokkarnir. Það veit ekki á neitt gott og óvíst með aflann,“ segir enn annar. Segir sig úr flokknum Listinn virðist þá einhverjum hreinlega tilefni til úrsagnar úr flokknum: „Ekki erfitt val, mun segja mig úr flokknum á morgun!“ skrifar einn við færsluna. Það er að minnsta kosti ljóst af umræðum við færsluna að margir sem hugðust kjósa flokkinn í kjördæminu hafa nú hætt við. Hversu marga nýja stuðningsmenn listinn á svo eftir að draga til sín verður að koma í ljós á næstu vikum. Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Miðflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32 Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. 25. júlí 2021 13:25 Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Þegar flokkurinn hefur birt lista sína á Facebook hafa þeir hingað til vakið lítil viðbrögð – aðeins fengið nokkrar jákvæðar athugasemdir, hamingjuóskir og baráttukveðjur fyrir kosningarnar. Það kvað við annan tón í gær þegar flokkurinn birti efstu sætin í Reykjavík suður því ásamt hinum hefðbundnu hamingjuóskum dyggra stuðningsmanna má finna afar harða gagnrýni á listann. Ljóst er af athugasemdunum að mörgum þykir Miðflokkurinn hér róa á heldur frjálslynd mið, með konu í oddvitasæti, samtals fjórar konur í efstu sex sætunum og tvær þeirra af erlendum uppruna. „Nei takk kýs ekki saumaklúbb,“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins til dæmis á Facebook. Sama staða er uppi í Reykjavík norður hjá flokknum; fjórar konur í efstu sex sætunum og kona sem leiðir listann. Þegar sá listi var kynntur fyrr í mánuðinum vakti hann þó engan vegin eins mikil viðbrögð og listinn í suðri. „Ekki hægt að kjósa flokk sem velur ekki hæfileika, heldur kyn. Sýnist þetta fólk ekki til stórræða, aldrei séð það áður,“ skrifar einn við færsluna. Fyrir honum virðist listinn í Reykjavík suður vera dropinn sem fyllti mælinn: „Það sama á við um aðra lista Miðflokks, allt óþekkt fólk nema formaðurinn sjálfur. Þarna skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn!“ „Er þetta einhver nýr flokkur?“ Það er Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, sem leiðir listann í Reykjavík suður. Í öðru sætinu situr Danith Chan, gjaldkeri Miðflokksins í kraganum, en eiginmaður hennar, Sveinn Óskar Sigurðsson, er oddviti flokksins í Mosfellsbæ. „Hahaha SDG [Sigmundur Davíð Gunnlaugsson] að reyna að breyta Miðflokknum í Kvennalistann til að eiga sjens í að ná inn manni/konu eftir að kannanir sýna að flokkurinn er að þurrkast út….“ skrifar einn við færsluna á Facebook. Miðflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í borginni en hann náði aðeins inn einum manni á þing í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum, Þorsteini B. Sæmundssyni í suðri. Hann tapaði baráttunni um oddvitasæti fyrir komandi kosningar fyrir Fjólu Hrund í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í kjördæminu um helgina og er því á leið af þingi. „Hendið út reynslumanni með kjörþokka, nei takk!“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins á Facebook sem virðist sakna þingmannsins. „Er þetta einhver nýr flokkur?“ spyr annar. „Miðflokkurinn rær á gruggug mið, eins og hinir flokkarnir. Það veit ekki á neitt gott og óvíst með aflann,“ segir enn annar. Segir sig úr flokknum Listinn virðist þá einhverjum hreinlega tilefni til úrsagnar úr flokknum: „Ekki erfitt val, mun segja mig úr flokknum á morgun!“ skrifar einn við færsluna. Það er að minnsta kosti ljóst af umræðum við færsluna að margir sem hugðust kjósa flokkinn í kjördæminu hafa nú hætt við. Hversu marga nýja stuðningsmenn listinn á svo eftir að draga til sín verður að koma í ljós á næstu vikum.
Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Miðflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32 Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. 25. júlí 2021 13:25 Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32
Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. 25. júlí 2021 13:25
Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31