Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2021 22:49 Martin Shkreli á leið á fund þingnefndar árið 2016. AP/Susan Walsh Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. Aðeins eitt eintak er til af plötunni Martin Shkreli keypti plötuna „Once Upon a Time in Shaolin” á uppboði árið 2015. Talið er að fyrir hana hafi hann greitt um tvær milljónir dala og var eina skilyrði kaupanna að hann mætti ekki selja hana næstu 88 árin. Platan sjálf er ansi vegleg, 31 lag í einstaklega fallegum kassa í fylgd 174 blaðsíðna bók með textum og öðru góðgæti og komu allir núlifandi meðlimir Wu-Tang Clan að gerð plötunnar. Shkreli vann sér inn gælunafnið „hataðasti maður internetsins“ árið 2015 þegar hann hækkaði verð á nauðsynlegum alnæmislyfjum um rúmlega fimm þúsund prósent. Hann var þá framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals. Árið 2018 var hann þó dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjársvik. Hann hafði svikið fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. Þá lagði ríkið hald á plötuna einstöku. Sjá einnig: „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Robert Fitzgerald Diggs, eða RZA, og Clifford Smith, eða Method Man, úr Wu-Tang Clan á sviðið á Coachella árið 2013.AP/John Shearer Shkreli er enn í fangelsi en samkvæmt frétt Washington Post hafnaði dómari í fyrra beiðni hans um að honum yrði sleppt úr fangelsi svo hann gæti rannsakað meðferð gegn Covid-19. Dómarinn sagði þá beiðni byggja á hugarórum og mikilmennskubrjálæði. Í áðurnefndri tilkynningu segir að hagnaðurinn af sölu plötunnar verði notaður til að greiða sektir Shkreli og að hann hafi nú lokið því. Kaupandinn komst að samkomulagi við saksóknara um að hann nyti nafnleyndar. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Aðeins eitt eintak er til af plötunni Martin Shkreli keypti plötuna „Once Upon a Time in Shaolin” á uppboði árið 2015. Talið er að fyrir hana hafi hann greitt um tvær milljónir dala og var eina skilyrði kaupanna að hann mætti ekki selja hana næstu 88 árin. Platan sjálf er ansi vegleg, 31 lag í einstaklega fallegum kassa í fylgd 174 blaðsíðna bók með textum og öðru góðgæti og komu allir núlifandi meðlimir Wu-Tang Clan að gerð plötunnar. Shkreli vann sér inn gælunafnið „hataðasti maður internetsins“ árið 2015 þegar hann hækkaði verð á nauðsynlegum alnæmislyfjum um rúmlega fimm þúsund prósent. Hann var þá framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals. Árið 2018 var hann þó dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjársvik. Hann hafði svikið fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. Þá lagði ríkið hald á plötuna einstöku. Sjá einnig: „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Robert Fitzgerald Diggs, eða RZA, og Clifford Smith, eða Method Man, úr Wu-Tang Clan á sviðið á Coachella árið 2013.AP/John Shearer Shkreli er enn í fangelsi en samkvæmt frétt Washington Post hafnaði dómari í fyrra beiðni hans um að honum yrði sleppt úr fangelsi svo hann gæti rannsakað meðferð gegn Covid-19. Dómarinn sagði þá beiðni byggja á hugarórum og mikilmennskubrjálæði. Í áðurnefndri tilkynningu segir að hagnaðurinn af sölu plötunnar verði notaður til að greiða sektir Shkreli og að hann hafi nú lokið því. Kaupandinn komst að samkomulagi við saksóknara um að hann nyti nafnleyndar.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira