Anníe Mist vonast til að verða stoltari af þessum heimsleikum en þegar hún varð heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 09:00 Vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hittust á ný þegar þær skráðu sig til leiks. Þær keppa síðan við hvora aðra frá og með deginum í dag. Instagram/@anniethorisdottir Það er komið að því. Anníe Mist Þórisdóttir hefur í dag keppni á heimsleikunum í CrossFit innan við einu ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Anníe Mist kom til baka og tryggði sér sæti á heimsleikunum og verður nú með í ellefta sinn á leikunum á síðustu þrettán árum. Það er þegar orðið mikið afrek hjá henni að vinna sér þátttökurétt meðal hraustustu CrossFit kvenna heims þar sem aðeins fjörutíu komust alla leið á leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sagði aðeins frá hugarástandi sínu kvöldið fyrir keppnina en fyrsta greinin fer fram í vatninu við Madison borg í dag eitthvað sem var mjög erfitt fyrir Anníe að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. „Síðustu tólf mánuðir hafa reynt meira á mig en nokkuð annað tímabil í mínu lífi. Á sama tíma hafa þetta einnig verið, án nokkurs vafa, tólf bestu mánuðirnir í mínu lífi,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína. „Ég er að byrja mína ellefu heimsleika á þrettán tímabilum. Ég missti af leikunum 2013 vegna meiðsla og af leikunum 2020 af því að ég var ófrísk. Ég vona það að í lok þessarar helgar þá muni 2014 (silfur) og 2021 (?) standa upp úr sem þau ár sem ég er stoltust af,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Anníe nefnir þar hvorki árið 2011 né árið 2012 þegar hún varð heimsmeistari heldur árið 2014 þegar hún kom til baka eftir mjög erfið bakmeiðsli og náði öðru sætinu á heimsleikunum. „Það er auðvelt að brosa þegar leiðin er greið en sigrarnir sem skila manni mestu eru þeir þar sem þú þarft að berjast fyrir öllu þínu,“ skrifaði Anníe. „Ég er að gera þetta fyrir Freyju og mig sjálfa. Ég ætla mér að sanna það að þú getir allt sem þú ætlar þér. Leggja á þig vinnuna og vera stolt af þér og þínu. 3…2…1… og af stað. Gerum þetta,“ skrifaði Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Anníe Mist kom til baka og tryggði sér sæti á heimsleikunum og verður nú með í ellefta sinn á leikunum á síðustu þrettán árum. Það er þegar orðið mikið afrek hjá henni að vinna sér þátttökurétt meðal hraustustu CrossFit kvenna heims þar sem aðeins fjörutíu komust alla leið á leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sagði aðeins frá hugarástandi sínu kvöldið fyrir keppnina en fyrsta greinin fer fram í vatninu við Madison borg í dag eitthvað sem var mjög erfitt fyrir Anníe að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. „Síðustu tólf mánuðir hafa reynt meira á mig en nokkuð annað tímabil í mínu lífi. Á sama tíma hafa þetta einnig verið, án nokkurs vafa, tólf bestu mánuðirnir í mínu lífi,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína. „Ég er að byrja mína ellefu heimsleika á þrettán tímabilum. Ég missti af leikunum 2013 vegna meiðsla og af leikunum 2020 af því að ég var ófrísk. Ég vona það að í lok þessarar helgar þá muni 2014 (silfur) og 2021 (?) standa upp úr sem þau ár sem ég er stoltust af,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Anníe nefnir þar hvorki árið 2011 né árið 2012 þegar hún varð heimsmeistari heldur árið 2014 þegar hún kom til baka eftir mjög erfið bakmeiðsli og náði öðru sætinu á heimsleikunum. „Það er auðvelt að brosa þegar leiðin er greið en sigrarnir sem skila manni mestu eru þeir þar sem þú þarft að berjast fyrir öllu þínu,“ skrifaði Anníe. „Ég er að gera þetta fyrir Freyju og mig sjálfa. Ég ætla mér að sanna það að þú getir allt sem þú ætlar þér. Leggja á þig vinnuna og vera stolt af þér og þínu. 3…2…1… og af stað. Gerum þetta,“ skrifaði Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira