Hafnar því alfarið að hafa verið með óspektir við bólusetningaröðina Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2021 16:53 Lögreglan fjarlægir Sólveigu Lilju af vettvangi fyrr í dag. Sólveig Lilja segir að hinar svokölluðu bólusetningar séu tilraun sem verið er að gera á mannkyni. skjáskot af myndbandsupptöku RÚV Lögregla var í morgun kölluð til vegna mótmæla konu við Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut því að verið væri að bólusetja þungaðar konur. Sú kona heitir Sólveig Lilja Óskarsdóttir og hún segir enga kæru liggja fyrir á hendur sér. Vísir greindi frá handtökunni fyrr í dag en RÚV birti myndbandsupptöku af mótmælum Sólveigar Lilju og svo handtöku. Hún hefur verið látin laus og var í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem hún fullyrðir meðal annars að um sé að ræða tilraunir og þessar „svokölluðu“ bólusetningar séu að valda æxlunarfærum kvenna skaða. Hún segist hafa viljað koma þeim skilaboðum á framfæri við þær þunguðu konur sem voru að fara í bólusetningu. Sólveig Lilja hafnar því að hafa verið með óspektir. Hún sé friðarsinni og það sé ekki satt sem fram hafi komið að fyrir liggi kæra á hendur sér. Svo er ekki. Hún segir það ósatt sem fram hefur komið í fréttum: „Að ég hafi látið öllum illum látum og ófrískar konur hafi farið að gráta og óttast mig,“ segir Sólveig Lilja. Sú var ekki hennar upplifun og það sem meira er, hún hafi tekið atburðinn upp á myndband og geti fært fyrir því sönnur. Sólveig Lilja var spurð nánar út í þetta atriði, svo virtist á óklipptu myndskeiðinu að þarna hafi verið um talsverð læti að ræða. „Það var veist að mér og ég þurfti að verja mig. Já, lögreglan kom og tók mig, en ekki fyrir að hafa hátt á staðnum. Ég fékk enga kæru á mig og var sett inn á lögreglubíl og þegar ég neitaði að vera með grímu var sett á mig handjárn og sett á mig grímu. Grímur gera ekkert gagn. Veirur og bakteríur eru það litlar að þær fara þar í gegn,“ segir Sólveig Lilja sem vill meina að þöggun ríki um málið og erfitt sé að nálgast hinar réttu upplýsingar um hvernig í pottinn er búið. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Lilju hér neðar. Klippa: Reykjavík síðdegis - Sólveig Lilja Óskarsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Vísir greindi frá handtökunni fyrr í dag en RÚV birti myndbandsupptöku af mótmælum Sólveigar Lilju og svo handtöku. Hún hefur verið látin laus og var í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem hún fullyrðir meðal annars að um sé að ræða tilraunir og þessar „svokölluðu“ bólusetningar séu að valda æxlunarfærum kvenna skaða. Hún segist hafa viljað koma þeim skilaboðum á framfæri við þær þunguðu konur sem voru að fara í bólusetningu. Sólveig Lilja hafnar því að hafa verið með óspektir. Hún sé friðarsinni og það sé ekki satt sem fram hafi komið að fyrir liggi kæra á hendur sér. Svo er ekki. Hún segir það ósatt sem fram hefur komið í fréttum: „Að ég hafi látið öllum illum látum og ófrískar konur hafi farið að gráta og óttast mig,“ segir Sólveig Lilja. Sú var ekki hennar upplifun og það sem meira er, hún hafi tekið atburðinn upp á myndband og geti fært fyrir því sönnur. Sólveig Lilja var spurð nánar út í þetta atriði, svo virtist á óklipptu myndskeiðinu að þarna hafi verið um talsverð læti að ræða. „Það var veist að mér og ég þurfti að verja mig. Já, lögreglan kom og tók mig, en ekki fyrir að hafa hátt á staðnum. Ég fékk enga kæru á mig og var sett inn á lögreglubíl og þegar ég neitaði að vera með grímu var sett á mig handjárn og sett á mig grímu. Grímur gera ekkert gagn. Veirur og bakteríur eru það litlar að þær fara þar í gegn,“ segir Sólveig Lilja sem vill meina að þöggun ríki um málið og erfitt sé að nálgast hinar réttu upplýsingar um hvernig í pottinn er búið. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Lilju hér neðar. Klippa: Reykjavík síðdegis - Sólveig Lilja Óskarsdóttir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira