Stytta einangrun bólusettra niður í 10 daga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 14:55 Góðar fréttir fyrir bólusetta og smitaða. vísir/tumi Sóttvarnalæknir hefur tekið ákvörðun um að stytta einangrunartíma þeirra sem hafa smitast af Covid-19 ef þeir eru bólusettir og geta talist til „hraustra einstaklinga“. Þeir verða framvegis aðeins að vera í einangrun í tíu daga en ekki tvær vikur eins og hefur verið hingað til. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, í samtali við Vísi. Hann segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í dag og að send verði út tilkynning á eftir. „Þetta verða tíu dagar í einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til fullhraustra einstaklinga. Að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga allavega,“ segir Már. Hann segist ekki geta svarað fyrir hvað liggi að baki ákvörðuninni, hún hafi verið á borði sóttvarnalæknis. Hinir sem eru óbólusettir verða áfram að afplána sína tveggja vikna einangrun, sem hefur verið miðað við hingað til. Og verða þá auðvitað að hafa verið einkennalausir í allavega viku til að losna. Ekki náðist í sóttvarnalækni við gerð fréttarinnar. Þeir sem eru í einangrun eins og er og falla undir þessa skilgreiningu eiga líklega von á símtali frá Covid-göngudeildinni í dag eða á morgun. Til að fólk geti losnað úr einangrun verður deildin að meta ástand þess með símaviðtali. Eins og Vísir greindi frá í dag eru farsóttahús stjórnvalda nú yfirfull af sjúklingum í einangrun og ferðamönnum í sóttkví. Ljóst er að þessi breyting eigi eftir að létta eitthvað álagið á farsóttahúsunum á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, í samtali við Vísi. Hann segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í dag og að send verði út tilkynning á eftir. „Þetta verða tíu dagar í einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til fullhraustra einstaklinga. Að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga allavega,“ segir Már. Hann segist ekki geta svarað fyrir hvað liggi að baki ákvörðuninni, hún hafi verið á borði sóttvarnalæknis. Hinir sem eru óbólusettir verða áfram að afplána sína tveggja vikna einangrun, sem hefur verið miðað við hingað til. Og verða þá auðvitað að hafa verið einkennalausir í allavega viku til að losna. Ekki náðist í sóttvarnalækni við gerð fréttarinnar. Þeir sem eru í einangrun eins og er og falla undir þessa skilgreiningu eiga líklega von á símtali frá Covid-göngudeildinni í dag eða á morgun. Til að fólk geti losnað úr einangrun verður deildin að meta ástand þess með símaviðtali. Eins og Vísir greindi frá í dag eru farsóttahús stjórnvalda nú yfirfull af sjúklingum í einangrun og ferðamönnum í sóttkví. Ljóst er að þessi breyting eigi eftir að létta eitthvað álagið á farsóttahúsunum á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira