Í þáttunum er fylgst með æviskeiði Elísabetar Englandsdrottningar og hafa mismunandi leikkonur farið með hlutverk hennar eftir aldri. Staunton fer með hlutverk drottningarinnar á tímabilinu 1990 til 2003.
Leikkonan Olivia Colman hefur farið með hlutverkið frá árinu 2019 og þar á undan leikkonan Claire Foy.
Hin 65 ára gamla Staunton er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem hin undirförla fröken Umbridge í Harry Potter myndunum. Þá fór hún með hlutverk Veru Drake í samnefndi bíómynd frá árinu 2004 og hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir frammistöðu sína.
Þættirnir The Crown hófu göngu sína árið 2016 og er áætlað að fimmta þáttaröðin fari í loftið á næsta ári.
An early glimpse of our new Queen Elizabeth II, Imelda Staunton. pic.twitter.com/ZeMSA1hDnv
— The Crown (@TheCrownNetflix) July 30, 2021