Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson þjálfar sænsku kringlukastarana Daniel Stahl og Simon Petterson og þeir áttu aldeilis góðan dag.
Daniel Stahl hreppti gullverðlaun en hann kastaði kringlunni 68,90 metra í öðru kasti sínu.
Simon Petterson kastaði lengst 67,39 metra í fimmta kasti sínu sem skilaði honum silfurverðlaunum en Austurríkismaðurinn Lukas Weisshaidinger varð þriðji.
Eru Svíarnir báðir þjálfaðir af Vésteini sem sjálfur var afburða kringlukastari á sínum yngri árum og keppti fjórum sinnum fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum.
What's it like in Japan right now as throwers prepare for the Games? Once again, Coach V has the tea! @GerryMcEvoy @nationalthrows @MTCthrowers @tandfn https://t.co/tThB7EuW68
— McThrows.com (@McThrows) July 25, 2021