Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 14:45 Skimun fyrir Covid-19 meðal íbúa í Wuah, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst. AP/Chinatopix Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. Hvorki íbúar né ferðamenn fá að yfirgefa Zhangjiajie. Þá hefur Kommúnistaflokkur Kína refsað ráðamönnum í borginni fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í sóttvörnum. Það er þrátt fyrir að einungis nítján tilfelli hafi greinst þar á undanfarinni viku, samkvæmt opinberum tölum. AP fréttaveitan hefur þó eftir þarlendum fjölmiðlum að vitað sé að fólk sem hafi smitast í Zhangjiajie hafi farið til minnst fimm annarra héraða. Fréttaveitan segir yfirvöld í Kína hafa tilkynnt að 71 hefði greinst smitaður af Covid-19 í gær. Þar af væru nítján sem hefðu smitast innanlands. Í borginni Nanjing hafa alls 220 greinst smitaðir að undanförnu, samkvæmt frétt Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins. Útbreiðslan þar hefur verið rakin til alþjóðaflugvallar borgarinnar. Búið er að gefa rúmlega 1,71 milljarð bóluefnaskammta í Kína, þar sem um 1,4 milljarður mann býr. Samkvæmt opinberum yfirlýsingum er búið að fullbólusetja um 40 prósent þjóðarinnar. Hafa gripið til ferðatakmarkana Í heildina, frá því faraldurinn hófst í Kína í lok árs 2019 hafa yfirvöld í Kína skrásett 4.636 dauðsföll og 93.289 smitaða. Flestir þeirra sem smitast hafa í Kína smituðust í upphaflega faraldrinum í Wuhan. Delta-afbrigðið, sem greindist fyrst í Indlandi, hefur einnig greinst í Wuhan og hefur verið gripið til umfangsmikillar skimunar þar. Í frétt CNN segir að útbreiðsla smitaðra í Kína hafi valdið áhyggjum ráðamanna í Kína. Búið er að grípa til umfangsmikilla ferðatakmarkana innanlands og er sömuleiðis verið að taka landamærin hörðum tökum. Ekki á að hleypa ferðamönnum inn í landið nema þeir þurfi þess nauðsynlega og er verið að draga úr útgáfu vegabréfa fyrir Kínverja. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Hvorki íbúar né ferðamenn fá að yfirgefa Zhangjiajie. Þá hefur Kommúnistaflokkur Kína refsað ráðamönnum í borginni fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í sóttvörnum. Það er þrátt fyrir að einungis nítján tilfelli hafi greinst þar á undanfarinni viku, samkvæmt opinberum tölum. AP fréttaveitan hefur þó eftir þarlendum fjölmiðlum að vitað sé að fólk sem hafi smitast í Zhangjiajie hafi farið til minnst fimm annarra héraða. Fréttaveitan segir yfirvöld í Kína hafa tilkynnt að 71 hefði greinst smitaður af Covid-19 í gær. Þar af væru nítján sem hefðu smitast innanlands. Í borginni Nanjing hafa alls 220 greinst smitaðir að undanförnu, samkvæmt frétt Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins. Útbreiðslan þar hefur verið rakin til alþjóðaflugvallar borgarinnar. Búið er að gefa rúmlega 1,71 milljarð bóluefnaskammta í Kína, þar sem um 1,4 milljarður mann býr. Samkvæmt opinberum yfirlýsingum er búið að fullbólusetja um 40 prósent þjóðarinnar. Hafa gripið til ferðatakmarkana Í heildina, frá því faraldurinn hófst í Kína í lok árs 2019 hafa yfirvöld í Kína skrásett 4.636 dauðsföll og 93.289 smitaða. Flestir þeirra sem smitast hafa í Kína smituðust í upphaflega faraldrinum í Wuhan. Delta-afbrigðið, sem greindist fyrst í Indlandi, hefur einnig greinst í Wuhan og hefur verið gripið til umfangsmikillar skimunar þar. Í frétt CNN segir að útbreiðsla smitaðra í Kína hafi valdið áhyggjum ráðamanna í Kína. Búið er að grípa til umfangsmikilla ferðatakmarkana innanlands og er sömuleiðis verið að taka landamærin hörðum tökum. Ekki á að hleypa ferðamönnum inn í landið nema þeir þurfi þess nauðsynlega og er verið að draga úr útgáfu vegabréfa fyrir Kínverja.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira