Keppa í Kaupmannahöfn einu og hálfu ári eftir að mótið átti að fara fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 17:02 Íslenski hópurinn hefur þurft að bíða mjög lengi eftir þessu móti. Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Ísland á fulltrúa á Norðurlandamótinu í grjótglímu í Kaupmannahöfn en það er óhætt að segja að keppendur okkar hafi þurft að bíða lengi eftir þessu móti. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttakeppnir frá því í mars 2020 en það eru þó ekki mörg mót sem hafa þurft að bíða í átján mánuði eftir að fara fram. Íslenski landsliðshópurinn í klifri er nú staddur í Kaupmannahöfn þar sem þau taka þátt á Norðurlandamótinu í grjótglímu (e. bouldering) sem fram fer í Bison Boulders í Kaupmannahöfn dagana 6-7. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram í febrúar 2020 en vegna aðstæðna hefur það frestast um hálft annað ár. Hópurinn hefur því beðið nokkuð lengi eftir því að komast til keppni og eytt miklum tíma í æfingar á þessum flóknu tímum. Hópurinn hefur verið við æfingar í Kaupmannahöfn síðast liðna viku, er vel stemmdur fyrir helginni og setur stefnuna hátt samkvæmt fréttatilkynningu frá Klifursambandi Íslands. Keppni hefst á föstudaginn með undanúrslitum eldri hópa en þar keppa þau Gabríela Einarsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson, Klifurfélagi Reykjavíkur, í Junior-flokki (2002-2003). Þau hafa bæði tekið þátt á NM áður, en Gabríela hefur einu sinni náð í úrslit. Hér má íslenska hópinn sem keppir í Kaupmannahöfn.Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Undanúrslit yngri hópa fara fram laugardagsmorguninn. Í A-flokki (2004-2005) klifra þau Árni Hrafn Hrólfsson, Klifurdeild Bjarkanna, og þau Lukka Mörk Sigurðardóttir og Sólon Thorberg Helgason frá Klifurfélagi Reykjavíkur. Lukka Mörk á besta árangur íslenskra klifrara á Norðurlandamóti nýlega en hún hafnaði í fjórða sæti á síðasta móti sem fram fór í Helsinki 2019. Í B-flokki (2006-2007) klifra þau Elís Gíslason, Klifurfélagi Reykjavíkur og Sylvía Þórðardóttir, Klifurfélagi ÍA, en þau eru bæði að keppa á Norðurlandamóti í fyrsta sinn. Fyrir hópnum fara þeir Elmar Orri Gunnarsson, Klifurfélagi Reykjavíkur og Þórður Sævarsson, Klifurfélagi ÍA. Klifur Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttakeppnir frá því í mars 2020 en það eru þó ekki mörg mót sem hafa þurft að bíða í átján mánuði eftir að fara fram. Íslenski landsliðshópurinn í klifri er nú staddur í Kaupmannahöfn þar sem þau taka þátt á Norðurlandamótinu í grjótglímu (e. bouldering) sem fram fer í Bison Boulders í Kaupmannahöfn dagana 6-7. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram í febrúar 2020 en vegna aðstæðna hefur það frestast um hálft annað ár. Hópurinn hefur því beðið nokkuð lengi eftir því að komast til keppni og eytt miklum tíma í æfingar á þessum flóknu tímum. Hópurinn hefur verið við æfingar í Kaupmannahöfn síðast liðna viku, er vel stemmdur fyrir helginni og setur stefnuna hátt samkvæmt fréttatilkynningu frá Klifursambandi Íslands. Keppni hefst á föstudaginn með undanúrslitum eldri hópa en þar keppa þau Gabríela Einarsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson, Klifurfélagi Reykjavíkur, í Junior-flokki (2002-2003). Þau hafa bæði tekið þátt á NM áður, en Gabríela hefur einu sinni náð í úrslit. Hér má íslenska hópinn sem keppir í Kaupmannahöfn.Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Undanúrslit yngri hópa fara fram laugardagsmorguninn. Í A-flokki (2004-2005) klifra þau Árni Hrafn Hrólfsson, Klifurdeild Bjarkanna, og þau Lukka Mörk Sigurðardóttir og Sólon Thorberg Helgason frá Klifurfélagi Reykjavíkur. Lukka Mörk á besta árangur íslenskra klifrara á Norðurlandamóti nýlega en hún hafnaði í fjórða sæti á síðasta móti sem fram fór í Helsinki 2019. Í B-flokki (2006-2007) klifra þau Elís Gíslason, Klifurfélagi Reykjavíkur og Sylvía Þórðardóttir, Klifurfélagi ÍA, en þau eru bæði að keppa á Norðurlandamóti í fyrsta sinn. Fyrir hópnum fara þeir Elmar Orri Gunnarsson, Klifurfélagi Reykjavíkur og Þórður Sævarsson, Klifurfélagi ÍA.
Klifur Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira