Mikilvægt að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 19:47 Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Sigurjón Barnasmitsjúkdómalæknir segist skilja áhyggjur fólks af bólusetningum barna en að ekkert bendi til þess að þær hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt sé að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi sem fyrst og þar spili bólusetningar stórt hlutverk. Tekin verður ákvörðun á næstu vikum hvort börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett eða ekki, þar sem markmiðið verður að halda skólastarfi með sem eðlilegustum hætti og án takmarkana. Þeim fyrirætlunum var mótmælt í dag með vísan til þess að börn veikist almennt ekki alvarlega af kórónuveirunni. „Auðvitað skilur maður að mörgu leyti áhyggjur fólks og það er í báðar áttir. Fólk hefur áhyggjur af covid, fólk hefur áhyggjur af því að veikjast af covid, langvarandi áhrifum og auðvitað af bólusetningum líka,” segir Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. „Hins vegar er það þannig að margt annað spilar inn í heldur en bara veiran. Það eru þessar miklu takmarkanir á eðlilegu lífi barnanna; fjarvistir úr skóla, skerðing á frístundastarfi og annað slíkt. Og mér finnst líklegt að það hafi líka vegið þungt í þessari ákvörðun um að fara af stað í bólusetningar, að reyna að tryggja eins mikla samfellu og hægt er í skóla- og frístundastarfi barna,” segir hann. Ekki er langt síðan barnalæknar á Landspítalanum mæltu með því að beðið yrði með bólusetningar barna. Valtýr segist ekki telja að verið sé að fara of geist í þær nú, enda vindi rannsóknum hratt fram. „Þegar þessi fjórða bylgja var að fara af stað þá vissum við kannski ekki alveg hvernig staðan myndi vera. En staðan er núna þannig að það eru mjög börn að greinast,” segir hann, en nú eru rúmlega 250 börn greind með kórónuveiruna. Ekkert hefur þurft á sjúkrahússinnlögn að halda. „Þau eru blessunarlega, eins og áður, ekkert sérstaklega mikið veik og hafa ekki þurft að leita á spítalann og ekki þurft að leggjast inn. Þetta nýja afbrigði, þetta delta afbrigði veirunnar, er heldur meira smitandi og veldur meiri einkennum. Þannig að ég get ímyndað mér að það sé það sem vaki fyrir sóttvarnayfirvöldum að grípa inn í áður en faraldurinn fer enn frekar úr böndunum og verja þá þann aldurshóp sem markaðsefni bóluefnis nær yfir.” Mælirðu með að börn séu bólusett? „Við erum ekki að mæla með því sérstaklega við einstaklinga heldur fylgjum við ráðleggingum sóttvarnalæknis. Og ef þetta eru þeirra ráðleggingar þá mælum við með að fólk fylgi þeim.” Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Tekin verður ákvörðun á næstu vikum hvort börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett eða ekki, þar sem markmiðið verður að halda skólastarfi með sem eðlilegustum hætti og án takmarkana. Þeim fyrirætlunum var mótmælt í dag með vísan til þess að börn veikist almennt ekki alvarlega af kórónuveirunni. „Auðvitað skilur maður að mörgu leyti áhyggjur fólks og það er í báðar áttir. Fólk hefur áhyggjur af covid, fólk hefur áhyggjur af því að veikjast af covid, langvarandi áhrifum og auðvitað af bólusetningum líka,” segir Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. „Hins vegar er það þannig að margt annað spilar inn í heldur en bara veiran. Það eru þessar miklu takmarkanir á eðlilegu lífi barnanna; fjarvistir úr skóla, skerðing á frístundastarfi og annað slíkt. Og mér finnst líklegt að það hafi líka vegið þungt í þessari ákvörðun um að fara af stað í bólusetningar, að reyna að tryggja eins mikla samfellu og hægt er í skóla- og frístundastarfi barna,” segir hann. Ekki er langt síðan barnalæknar á Landspítalanum mæltu með því að beðið yrði með bólusetningar barna. Valtýr segist ekki telja að verið sé að fara of geist í þær nú, enda vindi rannsóknum hratt fram. „Þegar þessi fjórða bylgja var að fara af stað þá vissum við kannski ekki alveg hvernig staðan myndi vera. En staðan er núna þannig að það eru mjög börn að greinast,” segir hann, en nú eru rúmlega 250 börn greind með kórónuveiruna. Ekkert hefur þurft á sjúkrahússinnlögn að halda. „Þau eru blessunarlega, eins og áður, ekkert sérstaklega mikið veik og hafa ekki þurft að leita á spítalann og ekki þurft að leggjast inn. Þetta nýja afbrigði, þetta delta afbrigði veirunnar, er heldur meira smitandi og veldur meiri einkennum. Þannig að ég get ímyndað mér að það sé það sem vaki fyrir sóttvarnayfirvöldum að grípa inn í áður en faraldurinn fer enn frekar úr böndunum og verja þá þann aldurshóp sem markaðsefni bóluefnis nær yfir.” Mælirðu með að börn séu bólusett? „Við erum ekki að mæla með því sérstaklega við einstaklinga heldur fylgjum við ráðleggingum sóttvarnalæknis. Og ef þetta eru þeirra ráðleggingar þá mælum við með að fólk fylgi þeim.”
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira