Hitti óvænt íslensku hetjuna sína og fékk flotta kveðjugjöf frá KAT Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir tók heldur betur vel á móti hinni fimmtán ára gömul Paige frá Montana. Instagram/paige_gersh Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir á sér fullt af aðdáendum út um allan heim eftir frábæran árangur sinn í mörg ár í CrossFit íþróttinni. Það er samt ekki víst að það séu til meiri aðdáendur en einn táningur frá Montana fylki. Paige Gershmel er fimmtán ára gömul bandarísk íþróttastelpa sem elskar CrossFit, amerískan fótbolta og glímu. Um helgina fékk hún að hitta hetjuna sína á heimsleikunum í CrossFit. Frá níu ára aldri hefur Paige haldið mest upp á íslensku CrossFit stjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Um helgina upplifði hún því sannkallaðan draum. Þetta byrjaði allt þegar Paige náði athygli Dave Castro, hæstráðandi á heimsleikunum. Hún ætlaði að biðja hann um að koma umslagi til hetjunnar sinnar. Dave hugsaði málið og ákvað síðan að taka Paige með sér og leyfa henni að tala við Katrínu sína í eigin persónu. Hann sagði síðan söguna af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Page nálgaðist Katrínu full aðdáunar og leit út eins að hún hafi verið að komast að því að einhyrningar séu til í alvörunni,“ skrifaði Dave, skáldlegur í lýsingunum. Hann hélt áfram: „Þegar Katrín sagði halló, þá roðnaði hún öll og leit út fyrir að ætla deyja úr spennu og ótta,“ skrifaði Dave. „Þú ert búinn að vera hetjan mín frá því að ég var níu ára,“ útskýrði Paige Gershmel og lét Katrínu fá teikningu sína af Sleðahundinum sem er gælunafn Katrínar í CrossFit heiminum. „Frábæra hugarfarið sem þú leggur í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar þú ferð í gegnum allt mótlæti eins og að hlutirnir eigi bara að vera svona,“ sagði Paige. Katrín var ánægð með að heyra þetta. „Þú veist ekki hversu máli þetta skiptir mig,“ sagði hvíslaði Katrín í eyra Paige. watch on YouTube Stelpurnar hittu líka Anníe Mist Þórisdóttur og þegar kom að því að kveðja þá fór Katrín ofan í pokann sinn og náði í bol merktum sér. Hún lét Paige hafa hann í kveðjugjöf. Dave er áfram í skáldlegum ham. „Paige horfir á bolinn eins og þetta sé Gryffindor sverðið. Hún þakkar Katrínu fyrir og setur aðra höndina á hjarta sér, lýsti Dave Castro. Hér fyrir ofan má sjá myndband af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. Paige sagði líka sína sögu af deginum sem má sjá hér fyrir neðan. Svo skemmtilega vill til að Katrín Tanja var auðvitað búin að skrifa skilaboð og segist hlakka til að fylgjast með Paige keppa á heimsleikunum í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Paige Gershmel (@paige_gersh) CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Paige Gershmel er fimmtán ára gömul bandarísk íþróttastelpa sem elskar CrossFit, amerískan fótbolta og glímu. Um helgina fékk hún að hitta hetjuna sína á heimsleikunum í CrossFit. Frá níu ára aldri hefur Paige haldið mest upp á íslensku CrossFit stjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Um helgina upplifði hún því sannkallaðan draum. Þetta byrjaði allt þegar Paige náði athygli Dave Castro, hæstráðandi á heimsleikunum. Hún ætlaði að biðja hann um að koma umslagi til hetjunnar sinnar. Dave hugsaði málið og ákvað síðan að taka Paige með sér og leyfa henni að tala við Katrínu sína í eigin persónu. Hann sagði síðan söguna af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Page nálgaðist Katrínu full aðdáunar og leit út eins að hún hafi verið að komast að því að einhyrningar séu til í alvörunni,“ skrifaði Dave, skáldlegur í lýsingunum. Hann hélt áfram: „Þegar Katrín sagði halló, þá roðnaði hún öll og leit út fyrir að ætla deyja úr spennu og ótta,“ skrifaði Dave. „Þú ert búinn að vera hetjan mín frá því að ég var níu ára,“ útskýrði Paige Gershmel og lét Katrínu fá teikningu sína af Sleðahundinum sem er gælunafn Katrínar í CrossFit heiminum. „Frábæra hugarfarið sem þú leggur í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar þú ferð í gegnum allt mótlæti eins og að hlutirnir eigi bara að vera svona,“ sagði Paige. Katrín var ánægð með að heyra þetta. „Þú veist ekki hversu máli þetta skiptir mig,“ sagði hvíslaði Katrín í eyra Paige. watch on YouTube Stelpurnar hittu líka Anníe Mist Þórisdóttur og þegar kom að því að kveðja þá fór Katrín ofan í pokann sinn og náði í bol merktum sér. Hún lét Paige hafa hann í kveðjugjöf. Dave er áfram í skáldlegum ham. „Paige horfir á bolinn eins og þetta sé Gryffindor sverðið. Hún þakkar Katrínu fyrir og setur aðra höndina á hjarta sér, lýsti Dave Castro. Hér fyrir ofan má sjá myndband af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. Paige sagði líka sína sögu af deginum sem má sjá hér fyrir neðan. Svo skemmtilega vill til að Katrín Tanja var auðvitað búin að skrifa skilaboð og segist hlakka til að fylgjast með Paige keppa á heimsleikunum í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Paige Gershmel (@paige_gersh)
CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira