Sjálfsögð viðbót við tungumálið sem þurfi að koma til móts við fólk Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2021 22:00 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði. vísir/vilhelm Kynhlutlausa persónufornafninu hán verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar. Prófessor í íslensku segir viðbótina sjálfsagða enda verði tungumálið að koma til móts við fólk og svara þörfum þess. Svona beygist orðið.stöð2 Á myndinni hér að ofan sést hvernig beygja á kynhlutlausa persónufornafnið: Hán og líklega öruggast að fólk kynni sér það í ljósi þess að fornafninu verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fyrrverandi prófessor í íslensku finnst sjálfsagt að skrá orðið í orðabók enda fer fólki fjölgandi sem nota persónufornafnið. „Mér finnst það skipta máli að við tökum tillit til þess. Ef það er ekki hægt að tala um mann á móðurmálinu með þeim orðum sem maður kýs sjálfur að láta nota um sig, þá er það rosaleg útilokun,“ sagði Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslensku. Tungumálið verði að svara þörfum notenda Því þurfi að koma til móts við fólk hvað það varðar. Í orðabók eru fyrir kynbundnu persónufornöfnin: Hann, hún og það. Oft er sagt að þar með séu þau tæmandi talinn. „Til skamms tíma þá notuðum við tvö mismunandi fornöfn fyrir aðra persónu. Venjulega annarrar persónufornafnið er „þú“ og svo var notað „þér“ í þéringum og það er horfið núna.“ Því sé til fordæmi fyrir því að til séu tvö fornöfn sem beri með sér nokkurs konar verkaskiptingu. „Þarna höfum við „það“ sem hvorugkynsform sem notað er um hluti og annað slíkt en síðan „hán“ sem væri notað um fólk og það er allt í lagi finnst mér.“ Hann segir tungumálið verða að svara þörfum notendanna á hverjum tíma. „Ef við viljum að fólk haldi áfram að nota íslensku þá verður hún að höfða til fólks. Þá verður fólk að finna sig í henni og finna að hún komi til móts við það. Ég spái því að eftir fáein ár verði þetta sjálfsagður hluti orðaforða flestra.“ Íslenska á tækniöld Hinsegin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Svona beygist orðið.stöð2 Á myndinni hér að ofan sést hvernig beygja á kynhlutlausa persónufornafnið: Hán og líklega öruggast að fólk kynni sér það í ljósi þess að fornafninu verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fyrrverandi prófessor í íslensku finnst sjálfsagt að skrá orðið í orðabók enda fer fólki fjölgandi sem nota persónufornafnið. „Mér finnst það skipta máli að við tökum tillit til þess. Ef það er ekki hægt að tala um mann á móðurmálinu með þeim orðum sem maður kýs sjálfur að láta nota um sig, þá er það rosaleg útilokun,“ sagði Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslensku. Tungumálið verði að svara þörfum notenda Því þurfi að koma til móts við fólk hvað það varðar. Í orðabók eru fyrir kynbundnu persónufornöfnin: Hann, hún og það. Oft er sagt að þar með séu þau tæmandi talinn. „Til skamms tíma þá notuðum við tvö mismunandi fornöfn fyrir aðra persónu. Venjulega annarrar persónufornafnið er „þú“ og svo var notað „þér“ í þéringum og það er horfið núna.“ Því sé til fordæmi fyrir því að til séu tvö fornöfn sem beri með sér nokkurs konar verkaskiptingu. „Þarna höfum við „það“ sem hvorugkynsform sem notað er um hluti og annað slíkt en síðan „hán“ sem væri notað um fólk og það er allt í lagi finnst mér.“ Hann segir tungumálið verða að svara þörfum notendanna á hverjum tíma. „Ef við viljum að fólk haldi áfram að nota íslensku þá verður hún að höfða til fólks. Þá verður fólk að finna sig í henni og finna að hún komi til móts við það. Ég spái því að eftir fáein ár verði þetta sjálfsagður hluti orðaforða flestra.“
Íslenska á tækniöld Hinsegin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira