Kynna nýja samloku- og langlokusíma á miðvikudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2021 13:25 Forsvarsmenn Samsung hafa gefið út að ný kynslóð Galaxy Note símanna verði ekki opinberuð á þessu ári. EPA/YONHAP Tæknirisinn Samsung mun kynna nýjustu snjalltæki fyrirtækisins á miðvikudaginn. Það verður gert á Unpacked 2021, árlegri kynningu fyrirtækisins, og er fastlega búist við því að nýjar útgáfur tveggja samanbrjótanlegra síma verði opinberaðar. Tækniblaðamenn ytra búast fastlega við því að Samsung muni kynna þriðju kynslóð Galaxy Fold og Galaxy Flop. Þeir símar eru samanbrjótanlegir og myndum af símunum hefur lekið á netið. Fyrirtækið sjálft hefur svo gott sem staðfest þessa leka á síðu Unpacked 2021 þar sem merki kynningarinnar er mynd af símunum tveimur. Forsvarsmenn Samsung hafa gefið út að ný kynslóð Galaxy Note símanna verði ekki opinberuð á þessu ári. Í frétt Techcrunch segir að það sé mögulega vegna heimslægum skorti á hálfleiðurum. Hér má sjá myndir sem hafa verið birtar á netinu og eiga að vera af Galaxy Fold og Galaxy Flop. pic.twitter.com/x5ClDF6BAM— Evan (@evleaks) August 8, 2021 Netverjar hafa einnig sagt að verð símanna í Evrópu verði 1.099 evrur fyrir Flip og 1.899 evrur fyrir Fold. Reynist það rétt yrði það lækkun frá fyrri kynslóðum. Einnig er fastlega búist við því að Samsung muni kynna nýja kynslóð Galaxy Watch snjallúra fyrirtækisins og sömuleiðis ný Galaxy Buds heyrnartól. Galaxy Watch 4 og Galaxy Watch 4 Classic eru talin eiga að kosta 279 evrur annars vegar og 379 evrur hinsvegar. Eins og áður segir verður kynningin á miðvikudaginn og á hún að hefjast klukkan tvö að íslenskum tíma. Samsung Tækni Tengdar fréttir TT3 kaupir Ormsson og SRX TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. 3. ágúst 2021 12:55 Ný kynslóð síma Samsung lítur dagsins ljós Starfsmenn tæknirisans Samsung kynntu nýja síma og önnur tól á fjarkynningu í dag. Símarnir vöktu þó mesta athygli og það að töluverð breyting hefur verið gerð á myndavélum í símum Samsung. 14. janúar 2021 21:40 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tækniblaðamenn ytra búast fastlega við því að Samsung muni kynna þriðju kynslóð Galaxy Fold og Galaxy Flop. Þeir símar eru samanbrjótanlegir og myndum af símunum hefur lekið á netið. Fyrirtækið sjálft hefur svo gott sem staðfest þessa leka á síðu Unpacked 2021 þar sem merki kynningarinnar er mynd af símunum tveimur. Forsvarsmenn Samsung hafa gefið út að ný kynslóð Galaxy Note símanna verði ekki opinberuð á þessu ári. Í frétt Techcrunch segir að það sé mögulega vegna heimslægum skorti á hálfleiðurum. Hér má sjá myndir sem hafa verið birtar á netinu og eiga að vera af Galaxy Fold og Galaxy Flop. pic.twitter.com/x5ClDF6BAM— Evan (@evleaks) August 8, 2021 Netverjar hafa einnig sagt að verð símanna í Evrópu verði 1.099 evrur fyrir Flip og 1.899 evrur fyrir Fold. Reynist það rétt yrði það lækkun frá fyrri kynslóðum. Einnig er fastlega búist við því að Samsung muni kynna nýja kynslóð Galaxy Watch snjallúra fyrirtækisins og sömuleiðis ný Galaxy Buds heyrnartól. Galaxy Watch 4 og Galaxy Watch 4 Classic eru talin eiga að kosta 279 evrur annars vegar og 379 evrur hinsvegar. Eins og áður segir verður kynningin á miðvikudaginn og á hún að hefjast klukkan tvö að íslenskum tíma.
Samsung Tækni Tengdar fréttir TT3 kaupir Ormsson og SRX TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. 3. ágúst 2021 12:55 Ný kynslóð síma Samsung lítur dagsins ljós Starfsmenn tæknirisans Samsung kynntu nýja síma og önnur tól á fjarkynningu í dag. Símarnir vöktu þó mesta athygli og það að töluverð breyting hefur verið gerð á myndavélum í símum Samsung. 14. janúar 2021 21:40 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
TT3 kaupir Ormsson og SRX TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. 3. ágúst 2021 12:55
Ný kynslóð síma Samsung lítur dagsins ljós Starfsmenn tæknirisans Samsung kynntu nýja síma og önnur tól á fjarkynningu í dag. Símarnir vöktu þó mesta athygli og það að töluverð breyting hefur verið gerð á myndavélum í símum Samsung. 14. janúar 2021 21:40