Ár er síðan að platan hennar Með öðrum orðum kom út og segir Elín að fyrst núna er hún byrjuð að geta spilað hana að einhverju ráði. Elín segir í viðtali sem var tekið við hana í Fréttablaðinu að skemmtilegast við það að fara út með gítarinn er að hitta nýtt fólk sem hefur verið að hlusta á plötuna hennar í vetur og gefur sér tíma í að koma og sjá hana spila og að hún sé eiginlega alltaf hissa að sjá fólk mæta til að hlusta á sig sem hún hefur ekki séð áður.

Elín fékk Catillac bíl frá sjötta áratugnum lánaðan við tökur á myndbandinu en einnig má sjá Elínu spila á rafmagnsgítar í dragt og hælum. Sjón er sögu ríkari.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.